- Advertisement -

Að sefa hjúkrunarfræðing

Ég er alveg viss um að hjúkrunarfræðingar sjá í gegnum þessa Trump-taktík.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ein af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trumps vegna kórónuveirunnar er að senda peningaávísanir inn á heimili landsmanna. Á kosningaári heimtaði forsetinn að hans persónulega undirskrift fylgdi hverri ávísun. Það var ekki hægt vegna lagahindranna, en  maðurinn með gula strýið heimtaði þá að nafn hans yrði prentað á hverja einustu ávísun. Hann fékk sínu framgengt. Þetta hefur aldrei áður verið gert í sögu Bandaríkjanna. Á kosningaári þá vildi Trump tryggja að hver og einn viðtakandi myndi hugsa til hans þegar ávísunin væri innleyst eins og um persónulega gjöf væri að ræða. Þannig vill Trump auka líkurnar á því að hann sjálfur verði kosinn í nóvember.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ríkisstjórn „Bjarna Ben“ kynnti nýjan efnahagsmús í gær vegna veirunnar. Þá var upplýst að einn milljarður króna verði settur í að greiða sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsmanna. Greiðslur sem hver og einn á rúmlega skilið. Það er aftur á móti umhugsunarefni að þetta er sett fram á sama tíma og hjúkrunarfræðingar kjósa um nýjan og ömurlegan kjarasamning. Ég er alveg viss um að hjúkrunarfræðingar sjá í gegnum þessa Trump-taktík. Það hefði verið hreinna að bjóða hjúkrunarfræðingum sómasamlegan kjarasamning í stað  þess að gera tilraun til að sefa stéttina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: