- Advertisement -

Að tala upp fyrir eigin þekkingu og alhæfa ranglega

Í tilviki gjaldmiðla þá þarf safnið að ná yfir langt tímabil og innihalda ókjör af gildum svo hægt sé að setja fram marktækar fullyrðingar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Það birtist grein á Miðjunni í dag þar sem höfundur hélt ýmsu óhaldbæru fram um smámynntir. Byggði höfundurinn fullyrðingar sínar á stundargengi mynta, en það er eins og að ætla að að meta ástand sandsins í Reynisfjöru á einu sandkorni. Þegar breytileiki (sveifla) er reiknaður út þá er það gert með því að skoða stórt gagnasafn. Í tilviki gjaldmiðla þá þarf safnið að ná yfir langt tímabil og innihalda ókjör af gildum svo hægt sé að setja fram marktækar fullyrðingar. Það hugtak sem flestir gætu kannast við þegar breytileiki er mældur er staðalfrávik og þá er ekki hægt að taka eitthvað upphafs og lokagildi tímabils og skella fullyrðingu fram um breytileikann.

Meiri breytileiki gjaldmiðils er ávísun á óstöðugleika, meiri verðbólgu og hærri vexti. Meiri sveifla er ávísun á meiri áhættu sem síðan laðar fram hærri vexti því áhætta er ekki ókeypis. Þegar maður metur vaxtarstig ólíkra myntsvæða þá er ekki hægt að skoða stöðuna út frá sandkorni. Það þarf að skoða langt tímabil og mikið af gögnum eins og ég sagði. Þrátt fyrir að stýrivextir á Íslandi séu í sögulegu lágmarki í augnablikinu þá verður að skoða stöðuna yfir langt tímabil. Sá sem er með 40 ára íbúðalán hefur áhuga á því að vita hver greiðslubyrðin verður yfir allt tímabilið, ekki bara í einhverjum einum mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Höfundur umræddu greinar sagði að yfir 10 ára tímabil að þá hafi evran styrkst um 15 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Samanburðurinn er óvandaður því maður getur valið marga upphafs og lokapunkta til að hagræða niðurstöðunni. Þetta heitir að misnota tölfræðina. Vilji einhver gera marktækan samanburð þá ber að styðjast við meðalgildi langs tímabils og bera saman við nýjasta gengið. Best væri að styðjast við meðaltal nýliðins tíma eins og til dæmis yfir 6 mánuði í stað nýjasta gengisins. Síðan batnar samanburðurinn ef maður lætur staðalfrávikið fylgja með til að grípa utan um breytileikann.

Samkvæmt þessu þá hefur evran styrkts um 0,5 prósent gagnvart meðalgildi dollars á umliðnum 10 árum. Staðafrávik tímabilsins er 0,093 eða rúmlega 9 cent á hverja evru. Þar sem evran er alltaf að styrkja stöðu sína í heiminum þá eru sveiflurnar í dag minni en áður. Yfir síðustu 5 ár þá er staðalfrávikið komið undir 5 cent. Það er sveifluminnkun upp á 48,4 prósent. Eða með öðrum orðum, gengisáhættan hefur stór minnkað. Þetta er ástæðan fyrir því að 86 prósent allra milliríkjaviðskipta í dag fara fram annað hvort í evru eða dollar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: