- Advertisement -

Að vera dragbítur en fatta það ekki

Jóhann Þorvarðarson:

Ef Viðreisn ætlar að fullorðnast og komast til raunverulegra áhrifa þá verður flokkurinn að skipta um formann. Núverandi formaður er dragbítur á fylgið, en hún fattar það bara ekki sjálf.

Ástandið var óheyrilega slæmt og virði krónunnar lítið. Ég man að ég var erlendis og þurfti að borga 300 krónur fyrir evruna í kjölfar fjármálahrunsins.

Flestir, sem taka afstöðu, telja Íslandi betur borgið innan Evrópusambandsins og með evru. Ástæðurnar eru hagrænar og hreint öryggismál. Ekki bara á stríðstímum. Þegar kóvít-19 reið yfir heimsbyggðina þá naut Ísland góðs af nánu samfloti með Evrópusambandinu vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu. Samstarfið tryggði Íslandi gott aðgengi að nýju bóluefnunum. Árangurinn hefði ekki náðst hefðu ráðamenn landsins valið að sigla eigin sjó eins og sumir tindátar vildu. Í fjármálahruninu árið 2008 þá henti alþjóðasamfélagið íslensku krónunni á öskuhauganna og erlend viðskipti Íslands lokuðust. Fór svo að landið fór í gjörgæslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Ástandið var óheyrilega slæmt og virði krónunnar lítið. Ég man að ég var erlendis og þurfti að borga 300 krónur fyrir evruna í kjölfar fjármálahrunsins. Þegar verst lét í veirufaraldrinum þá veiktist krónan gagnvart evrunni um rúm 20 prósent eða þar til Seðlabanki Íslands hóf ólögmæt markaðsinngrip og markaðsafskipti. Þar með veikti bankinn um leið ytri varnir landsins. Hundruð milljarða króna úr gjaldeyrisvaraforða landsins var nýttur til að halda uppi falskri efnahagsveröld á Íslandi. Falsið hefur leitt til óheyrilegs halla á vöruviðskiptum og aukins áhættuálags erlendra lánsviðskipta. Til að viðhalda varaforðanum voru erlendar skuldir landsins auknar með glórulausum erlendum lántökum.

Þetta hefur gert öðrum þingmönnum Viðreisnar, t.d., Hönnu Katrínu Friðriksson og Sigmari Guðmundssyni, erfitt fyrir.

Þrátt fyrir svona atburði þá telur hinn hnignandi Sjálfstæðisflokkur og fleiri stjórnmálaflokkar að best sé að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi á sama tíma og 86 prósent af öllum heimsviðskiptum eiga sér stað í dollar og evrum. Það er eins og þessir flokkar séu haldnir einhverjum hvalarlosta. Tíran í stjórnmálunum er aftur á móti að tveir flokkar hafa aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar á sinni stefnuskrá. Annar flokkanna er feiminn að ræða stefnumálið á meðan Viðreisn kemur hreint fram.

Vandamál Viðreisnar er aftur á móti að núverandi formaður flokksins er ekki trúverðugur málsvari. Hún er með vafasama fortíð úr hruninu og veldur sá baggi, öðru fremur, að fylgi Viðreisnar er lítið. Óþarfi er síðan að minnast á að umræddur aðili hefur ítrekað klúðrað umræðu um evrumálin vegna vankunnáttu á málefninu. Þetta hefur gert öðrum þingmönnum Viðreisnar, t.d., Hönnu Katrínu Friðriksson og Sigmari Guðmundssyni, erfitt fyrir. Framlag þeirra til evru umræðunnar er nefnilega áheyrilegt.

Ef Viðreisn ætlar að fullorðnast og komast til raunverulegra áhrifa þá verður flokkurinn að skipta um formann. Núverandi formaður er dragbítur á fylgið, en hún fattar það bara ekki sjálf. Hún getur aftur á móti dregið lærdóm af ákvörðun Loga Einarssonar hjá Samfylkingunni, sem horfðist í augun við ónægt fylgi og nýr formaður komst að. Ég spái að ekki sé langt að bíða eftir formannsskiptum hjá Viðreisn.  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: