- Advertisement -

Að vera pólitískur áróðurspenni og dómari!

Ég tel að Þórdís Kolbrún sé þar með vanhæf til að vera dómsmálaráðherra.  

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Það gengr ekki upp að vera pólitískur áróðurspenni og dómari! Stjórnarskrá Íslands mælir fyrir um þrískiptingu ríkisvaldsins: löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald. Þarna á dómsvaldið að vera sjálfstætt og ekkert hagsmunarennsli á milli valdsviða. Þessi skipan mála í hinum lýðræðislega heimshluta er ekki tilkomin án ástæðu. Hún er talin vera besta vörnin fyrir lýðræðið gegn einræði, ógnarstjórn og spillingu.

Ef dómari er virkur í pólitískri baráttu er viðkomandi að ráðast að þrískiptingunni. Hann vill hafa áhrif á löggjafarvaldið. Dómarinn er ekki í einhverju tómarúmi heldur dregur orðspor og ímynd dómskerfisins á eftir sér. Sjálfstæði dómstóla og ásýnd um hlutleysi er í uppnámi. Sjálf Stjórnarskráin er undir árás!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Væri ásættanlegt ef allir dómarar landsins væru pólitískir áróðurspennar.

Ekki batnar staðan ef dómari er staðinn að rangfærslum til að afvegaleiða opinbera umræðu í því augnamiði að ná fram pólitískri niðurstöðu sem er honum og fylgitunglum hans þóknanleg.

Sú einstaka staða er uppi á Íslandi nú um stundir að tveir héraðsdómarar hafa farið geyst í pólitískri umræðu um þriðja orkupakkann með ítrekaðri tjáningu á opinberum vettvangi. Vegna hinnar pólitísku baráttu dómaranna þá teljast þeir ekki lengur vera sjálfstæðir né hlutlausir og sá stimpill límist auðveldlega við sjálft dómskerfið. Væri ásættanlegt ef allir dómarar landsins væru pólitískir áróðurspennar. Nei, og einn slíkur dómari er einum of mikið samanber stjórnarskráin.

Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands hefur varað stranglega við þessari framgöngu. Í þessu samhengi þá var furðulegt að sjá dómsmálaráðherra hana Þórdísi Kolbrúnu taka þátt í spjalli við annan dómarann á fésbókinni nýverið um orkupakkann. Hér er hagsmunarennsli í báðar áttir milli dóms- og framkvæmdavalds sem er brot á stjórnarskránni! Ég tel að Þórdís Kolbrún sé þar með vanhæf til að vera dómsmálaráðherra.  


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: