- Advertisement -

Aðallinn gefur ekkert eftir

Gjáin milli aðalsins og almúgans er breikkandi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Við lestur stöplaritsins þá vekur athygli að launahóparnir í tíund 2 og 3 hafa sótt sínar kjarabætur inn á miðjuna eða til tíunda 4, 5 og kannski  einnig tíundar 6. Launahóparnir þar fyrir ofan hafa ekki lagt neitt til málanna í þeirri viðleitni að auka jöfnuð, sem er undirstaða öflugs atvinnulífs og trausts samfélags. Gjáin milli aðalsins og almúgans er breikkandi. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að skattkerfisbreytingar undanfarna tvo áratugi og launasamningar hafi hyglað aðlinum á kostnað almúgans. Þetta eru daprar staðreyndir!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem ég hef áður bent á samanber eftirfarandi greinar „Bjarni Ben hugsar um sitt fólk!“ og „Meira um Bjarna Ben og Lindu“. Af miklu purkunarleysi þá hefur skattkerfinu verið markvisst breytt til að hygla hinum efnameiri.

Þjóðinni hefur verið skipt upp í tvo hópa: hópur eitt geymir tíundir 1-6 og hópur tvö geymir tíundir 7-10. Málum er stillt þannig upp að ef bæta á kjör lægri launahópa þá verður sú kjarabót aðeins fengin með tilfærslu á efnum milli tíunda 1-6. Þetta er í raun kjaravandinn í hnotskurn. Aðallinn er frekur til fjárins og skeytir engu um fátækt nema þegar þeir sjálfir horfa framan í hana eins og margur gerir nú í veirufaraldrinum. Nú er krafist að ríkið bæti þeim hallann og það myndarlega.

Stöplaritið dregur einnig vel fram launamun kynjanna. Fyrir utan tíund 1 þá eru konur með lægri ráðstöfunartekjur en karlar allt upp í tíund 8 og 9, en eftir það þá reykspóla karlar fram úr konum.

Launalægsti hópurinn (tíund 1) stingur sárlega í augun. Fólkið þar sem á ekki úr háum söðli að detta hefur fengið minnst allra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: