- Advertisement -

Aðeins um Dag B. Eggertsson og hræsnina!

Hann er menntaður læknir en ekki eitthvað annað sem fellur vel að borgarstjórn.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Fólk menntar sig til að vera gjaldgengt á vinnumarkaði því atvinnulífið kallar eftir margskonar menntun. Fólk reynir síðan að velja menntun sem hentar eigin hæfileikum og áhugasviði.  Markmiðið er síðan starfsánægja og að vera ekki án atvinnu. Góð laun hafa áhrif á suma, en sjaldnast. Sá sem ákveður að læra til kennara veit að launin eru ekki há, en starfsánægjan því meiri.

Þannig að það er ekki bein lína á milli menntunar og hárra launa. Margir aðrir þættir en menntun spilar inn í laun. Það var því einkennilegt þegar borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, sagði nýverið að ekki væri hægt að ganga að kröfum Eflingar vegna þess að þá yrðu laun ófaglærðra leikskólakennara of nálægt launum faglærðra kennara. Þannig að í hans huga á að tengja laun og menntun saman. Ég er þessu ósammála vegna þessara annarra þátta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann er náttúrulega séra Jón!

En tökum boltann á lofti frá borgarstjóra og heimfærum þetta upp á hann sjálfan. Hann er menntaður læknir en ekki eitthvað annað sem fellur vel að borgarstjórn. Þar dettur mér í hug skipulagsverkfræði eða háskólagráða í stjórnun svo ég tíni eitthvað til. Þannig að samkvæmt hugmyndafræði Dags B. þá ætti hann að hafa svona 950 þúsund krónur á mánuði en ekki 2,5 milljónir. Vill hann ekki iðka sjálfur það sem hann boðar öðrum og lækka eigin laun um sirka 1,6 milljónir. Mismuninn má nýta til að semja við Eflingu. Nei ætli það, hann er náttúrulega séra Jón!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: