- Advertisement -

Aðeins um embættismanna-aðalinn

Þetta var óþverrabragð og vanvirðing við lýðræðið.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á vegi mínum varð skemmtileg blaðagrein sem birtist í Dagblaðinu árið 1992. Hún er eftir Hauk Helgason hagfræðing og blaðamann. Hann veltir ýmsu fyrir sér gáfulega og upplýsir hver laun ráðherra voru í samanburði við laun ýmissa starfsstétta í landinu. Haukur sagði okkur til dæmis að ráðherralaun árið 1992 hafi verið 290.000 krónur á mánuði og verið fjórföld miðlungslaun afgreiðslufólks. Samkvæmt þessu þá ættu laun ráðherra í dag að vera rúmlega 1,3 milljónir króna á mánuði, en ekki tæplega 2 milljónir króna. Miðlungslaun afgreiðslufólks í dag eru 335.000 krónur og hafa laun ráðherra því vaxið um 525 prósent umfram launabreytingar afgreiðslufólks frá árinu 1992.

Þetta sýnir okkur hvernig embættismannakerfið fjarlægist almenning óðfluga. Aðallinn hefur ekki þurft að semja um sín kjör eins og annað launafólk heldur hefur verið stuðst við Kjararáð þar til það var afsett árið 2018. Ráðinu var hægt að handstýra með því að breyta forsendum sem ráðið vann eftir. Krókurinn var þannig makaður í skjóli nætur þegar aðallinn fékk launahækkun upp á meira en 40 prósent 7 sekúndum fyrir síðustu kosningar. Með slægð og af purkunarleysi var vandlega passað upp á að launahækkunin yrði ekki opinberuð fyrr en að loknum Alþingiskosningum árið 2017. Var þannig komið í veg fyrir að kjósendur fengju tækifæri til að tjá sig um krókamakið með atkvæði sínu. Þetta var óþverrabragð og vanvirðing við lýðræðið. Hægt er að færa sterk rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi grætt mikið á leyndarhyggjunni!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: