- Advertisement -

Ætluðu Bandaríkjumenn að kaupa Ísland?

Það er ekki langt síðan að Donald Trump, þá forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir vilja til að kaupa Grænland. Hugmynd hins umdeilda forseta var ekki ný af nálinni. Áður fyrr voru uppi hugmyndir um kaup Bandaríkjanna á bæði Íslandi og Grænlandi. Það er um 1870.

Í Lesbók Morgunblaðsins í apríl frá árinu 1930 segir svo frá:

„Hinn góðkunni Íslandsvinur, Earl Hanson, hefir ritað greom í tímaritið „Worlds Work“, um framfarir Íslands, og Alþingishátíðina. Þar talar hann ennfremur um rannsóknir Vilhjálms Stefánssonar og yfirleitt um það, sem farið hafi á milli Íslendinga og Bandaríkjamanna.“

Í greininni segir Earl frá því, að Bandaríkjamenn muni eitt sinn hafa hugleitt að kaupa Ísland og Grænland. Þar segir hann meðal annars:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hann ætlaði ekkert með Ísland út af fyrir sig. En hann ætlaði að ná í Grænland og Ísland.“

„Árið 1868 kom út einkennileg skýrsla í Bandaríkjunum. Fjallaði hún um landgæði Grænlands og Íslands. Skýrslu þessa hafði Benjamín Peircc samið. Seward hafði þá nýlega keypt Alaska af Rússum. Hann var með þá hugmynd í kollinum, að kaupa Grænland og Ísland af Dönum í sömu atrennu. Sennilega hefir málið aldrei komist svo langt, að samningar um það hafi verið teknir upp. Seward var skammaður óbótaskömmum fyrir kaupin á Alaska. Er líklegt að það hafi dregið úr honum kjarkinn til þess að bera fram þá hugmynd, að keypt yrðu lönd í viðbót, sem almenningur hélt að væru jökli hulin. En skýrslan er við lýði, og talar sínu máli. Höfundur hennar hafði að vísu hvorki til Grænlands eða Íslands komið. En skýrslan var samin með kostgæfni og nákvæmni eftir heimildum þeim, sem hægt var að ná til.“

Næst er spurt: „En hvað ætlaði Seward sér með Ísland?“ Svarið er þetta: „Hann ætlaði ekkert með Ísland út af fyrir sig. En hann ætlaði að ná í Grænland og Ísland.“

Skoðum áfram greinina: „Og vel má vera að sú hugmynd hans hafi verið í nánu sambandi við Alaska-kaupin. Margar tilgátur hafa verið gerðar um það, hvernig á þessum hugleiðingum hafi staðið um kaup á þessum löndum, og meðal annars verið getið til að Seward hafi viljað láta umheiminn sjá að Bandarikjamenn væru ekki af baki dottnir eftir borgarastyrjöldina, og væru aflögufærir eftir að hafa greitt Rússum sjö milljónir dollara fyrir Alaska. Ef svo er, þá hlýtur fjármálaráðunautur Bandaríkjanna í Evrópu að hafa haft hönd í bagga með ráðabruggi þessu.

Í sambandi við skýrslu Peiree er birt bréf frá R. J. Walker, en hann var einmitt fjármálaráðunautur Bandaríkjastjórnarinnar. Og hann átti, að því er hann sjálfur segir, hugmyndina um það að kaupa þessi tvö lönd af Dönum. Aðalástæðurnar sem hann færir fram fyrir þessu, eru óneitanlega dálítið skringilegar. En það kann að vera, að menn geti skilið þær þegar tillit er tekið til þcss, að Bretar voru Sunnanmönnum vinveittir í borgarastyrjöldinni. Segir svo í bréfinu:

„Ég hefi fengið sönnun fyrir því, að Bretastjórn stofnaði sjálfsstjórnarnýlenduna Kanada í óvinarhug gegn Bandaríkjunum. Nú böfum við, með því að kaupa Alaska orðið nágrannar hinnar bresku nýlendu að vestan verðu. Ef við fengjum Grænland, yrði hin breska Ameríku-nýlenda innilukt af landareignum Bandaríkjanna. En þetta myndi óefað verða til þess að Kanadamenn myndu frekar en áður, hallast að því, á friðsaman hátt og með fúsu geði að sameinast Bandaríkjum Norður-Ameríku.“

Þetta voru merkar hugmyndir. Í greinni segir að þetta væri merkilegt sagnfræðinga að skera úr því hvort Alaskakaupin, og bollaleggingarnar um Grænland hafi af ráðunautum Sewards verið skoðuð sem spor í þá átt, að ná tangarhaldi á Kanada.

En hvað um Ísland? Má vera að þeir Seward og Walker hafi haft það á bak við eyrað, einmitt vegna þess, að þeim var í nöp við Breta?

„Er menn líta á landabréff og sjá hnattstöðu íslands, getur engum blandast hugur um, hve mikla þýðingu Ísland getur haft í hernaði. Hver sá, sem fór um norðanvert Atlantshaf í heimsstyrjöldinni, er skipaleiðir lágu oft þar skammt undan landi. Getur ímyndað sér, hve mikla þýðingu það hefði haft fyrir Þjóðverja, ef þeir hefðu þar getað haft kafbátahöfn.

Þeir, sem lesið hafa hina merkilegu bók Halldórs Hermannssonar um Joseph Banks og Ísland vita hve hurð skall nærri hælum í byrjun nítjándu aldar, með það að Bretar tækju Ísland frá Dönum, er þeir voru Frakkamegin í Napoleonsstyrjöldinni. Gerðar voru þá ráðstafanir án þess á því bæri, að enskt herlið gengi á land í Reykjavík, og legði landið undir sig. Pólitískir viðburðir komu í veg fyrir að svo færi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: