- Advertisement -

Ættflokkur seðlabankastjóra

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eingöngu já-fólk fær að tjá sig eða þeir sem eru tilbúnir að klappa Ásgeiri á bakið, veita honum pepp. Þar bera hæst viðbrögð tveggja fyrrverandi þingmanna.

Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur skrifar nýja grein í Fréttablaðið með fyrirsögninni „Sekt Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra“. Það fer hann nánar í saumana á ritstuldi Ásgeirs samkvæmt mati  hlutlausrar nefndar á vegum Alþingis. Í grein Árna kemur fram að doktor Vífill Karlsson hafi fóðrað Ásgeir á höfundarvörðu efni, en í tölvupósti Vífils til Ásgeirs segir „Trúnaðarmál. Lætur þetta ekki fara lengra“.

Í máli Árna þá reynir seðlabankastjóri að fela sig að baki Alþingi. Eins og að það sé skálkaskjól þjófnaðar. Þeir sem leggja stund á afbrotafræði eða sálfræði læra fljótt að viðbrögð sakamanna eru gjarnan afneitun, jafnvel þó sönnunargögnin gegn þeim séu yfirþyrmandi. Þjóðþekktar persónur nýta sér gjarnan frægð sína og stöðu innan samfélagsins. Fara í áróður gegn ásökunum. Fræg eru viðbrögð Klausturdónanna og svo viðbrögð Sigmundar Davíðs þegar hann var uppvís að lygum í sænskum sjónvarpsþætti. Vellauðugir Íslendingar hafa síðan keypt sig inn í íslenska fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um þeirra málefni, jafnvel ritstýra henni.

Ásgeir velur samskonar leið þegar einfaldast hefði verið að biðja Árna afsökunar, viðurkenna axarsköftin og bjóða fjárbætur. Það hefði verið smá reisn yfir þannig málalokum. Nei, Ásgeir grefur sér dýpri gröf þegar hann neitar stuldi um leið og hann höfðar til eigin ættflokks á Fésbókinni. Spriklar eins og önglaður lax í von um áframhaldandi frelsi. Þannig verður það ekki í þessu máli og hefur Árni H. Kristjánsson boðað ítarlega grein sem birt verður í fagtímariti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðbrögð meðlima í ættflokk Ásgeirs eru kostuleg og augljóst að Ásgeir lokar á málefnalega umræðu. Eingöngu já-fólk fær að tjá sig eða þeir sem eru tilbúnir að klappa Ásgeiri á bakið, veita honum pepp. Þar bera hæst viðbrögð tveggja fyrrverandi þingmanna.

Annar er Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst. Segir hann ranglega að ekkert sé nýtt undir sólinni. Jaðra skrif hans við fagni yfir ritstuldinum. Hin viðbrögðin koma frá Píratanum Helga Hrafni Gunnarssyni. Hann þakkar Ásgeiri fyrir afsakanir hans á ritstuldinum. Má segja að Helgi Hrafn beri nafnið Pírati með myndarlegum hætti.

Viðbrögð ættflokksins minna mig á bandaríska öfgatrúarhópa. Æðstipresturinn mælir og klanið hlustar á af andakt áhugalaust um raunveruleikann. Gengið apar síðan upp eftir ringluðum prestinum, sem er bara maður í geðrofi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: