- Advertisement -

Ætti að fresta verkföllum vegna WOW?

Úrvinda láglaunafólk hefur örugglega enga þolinmæði fyrir þessu ómálefnalega útspili atvinnurekenda.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, fór fram á frestun verkfallsaðgerða vegna óvissunnar í kringum WOW air. Segir hann það ábyrgt og eðlilegt.

Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafnaði beiðninni. Segir hún hana undarlega þar sem lítið þokist áfram í samningaviðræðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Láglaunafólk sem ekki getur veitt sér lágmarksframfærslu milli launaumslaga á sem sagt að bíða áfram eftir réttlætinu að mati atvinnurekenda vegna gjaldþrota flugfélags. Það sama á við um aldraða, öryrkja og fatlaða þar sem kjör hópanna mótast af kjarasamningum.

Sanngjarnt er að spyrja Eyjólf Árna hvort hann hafi farið fram á það við hátekjufólk í ferðaþjónustu að lækka launin hjá sér vegna óvissunnar hjá WOW air. Að vísu óvissa sem kemur engum á óvart og hefur verið yfirvofandi svo mánuðum skiptir.

Af hverju ætti láglaunafólk að samþykkja frestun verkfalla þegar það hefur ekki notið með sanngjörnum hætti góðærisins í ferðaþjónustunni. Úrvinda láglaunafólk hefur örugglega enga þolinmæði fyrir þessu ómálefnalega útspili atvinnurekenda.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: