- Advertisement -

Af enn meiri ríkisstuðningi Sjálfstæðisflokksins

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þetta er nú bara eitt lítið dæmi af fjölmörgum um hvað Sjálfstæðisflokkurinn er tvöfaldur í roðinu. Segir eitt en stendur fyrir allt annað þegar á hólminn er komið.

Kjarninn vakti athygli á að fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, Vigdís Häsler, hefði sent fjárlaganefnd Alþingis erindi þar sem hún vekur athygli á fordæmalausri hækkun áburðarverðs í heimsfaraldrinum. Óskaði hún eftir fjárstuðningi fyrir hönd bænda vegna kostnaðaraukans og varð meirihluti nefndarinnar við bóninni. Bændur munu fá aukalega 700 milljónir króna í gegnum Búvörusamninginn, sem þegar er afar arðbær fyrir bændur.

Hér er auðvitað verið að niðurgreiða rekstur bænda í stað þess að láta markaðinn leysa úr stöðunni eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni. Í þessu samhengi er ekki hægt að líta fram hjá því að áburður er langt því frá að vera eina hrávaran sem hækkað hefur geipilega í verði. Þar má til dæmis nefna bensínverð sem aldrei hefur verið hærra á Íslandi en akkúrat núna. Því verður að svara þeirri sanngirnisspurningu af hverju ríkissjóður greiðir ekki niður bensínverð fyrirtækja og heimila? Þessi aðilar hafa einnig orðið fyrir efnahagslegu höggi. Þetta er nú bara eitt lítið dæmi af fjölmörgum um hvað Sjálfstæðisflokkurinn er tvöfaldur í roðinu. Segir eitt en stendur fyrir allt annað þegar á hólminn er komið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: