Fréttir

Afnám vörugjalda ekki skilað sér

By Sigrún Erna Geirsdóttir

January 24, 2015

Hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts hefur þegar skilað sér að fullu út verðlag að því er virðist en í áhrif af afnámi vörugjalda ekki. Matvara hefur hækkað umtalsvert í verði undanfarinn mánuð samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr verðmælingum verðlagseftirlits ASÍ í matvöruverslunum í kjölfar breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum.

Um áramót hækkaði á virðisaukaskattur á matvörur úr 7% í 11% auk þess sem vörugjöld (s.k. sykurskattur) voru afnumin af sykri og sætum matvörum. Hefur þetta haft nokkur áhrif. Mest hækkar matvörukarfan í versluninni Víði um 5,2% frá því í lok nóvember sl. sem er umtalsvert meiri hækkun en neysluskattsbreytingarnar um áramót gefa tilefni til.  Að mati verðlagseftirlits ASÍ má áætla að breytingarnar gefi í heildina tilefni til u.þ.b. 1,5% hækkunar á matarkörfunni. Matarkarfa ASÍ hækkar minnst í versluninni Kjarval um 0,7% frá því í síðustu mælingu.

Sjá nánar á vef ASÍ.