- Advertisement -

Afneitun, falskur áróður eða óvitaskapur?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eftir umfjöllun og fyrirspurn Miðjunnar um lögmætið þá treystu sjóðirnir sér ekki lengur til að halda lagabrotunum áfram.

Krónan er fyrir vikið rangt skráð.

Æðstu yfirmenn peningamála eru forsætis- og fjármálaráðherra og seðlabankastjóri. Öll hafa lýst yfir að stjórn peningamála sé fjöðrum skreytt. Fjármálaráðherra hefur síðan sagt krónuna hafa sannað gildi sitt. Þegar málið er gaumgæft þá standast yfirlýsingarnar ekki enda á ferðinni einn þriggja möguleika: afneitun, kosningaáróður eða óvitaskapur.

Seðlabankastjóri var staðinn að ólöglegu markaðssamráði ásamt lífeyrissjóðum landsins í fyrra. Sjóðirnir sem að jafnaði fjárfesta erlendis fyrir 10 milljarða í viku hverri samþykktu að halda að sér höndum. Eftir umfjöllun og fyrirspurn Miðjunnar um lögmætið þá treystu sjóðirnir sér ekki lengur til að halda lagabrotunum áfram. Hófust þá mestu uppkaup á gjaldeyrismarkaði af hálfu Seðlabanka sem sögur fara af. Hundruð milljarða króna var notaður í verkefnið. Til að styðja síðan við gjaldeyrisvarasjóð landsins þá tók fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs tvívegis erlend risalán. Krónan er fyrir vikið rangt skráð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta kallar Katrín Jak, Bjarni Ben og Ásgeir Jónsson vel heppnaða peningamálastjórn.

Á sama tíma er Seðlabankinn kominn að þolmörkum þess að geta gripið meira inn í. Ytri áhætta þjóðarbúsins hefur stóraukist, sem mun sýna sig í hærri ávöxtunarkröfu erlendra aðila í viðskiptum við Ísland. Samhliða þessu þá er verðbólga á Íslandi hærri en við þekkjum allt í kringum okkur ef Bandaríkin eru undanskilin. Mælist hún 4,5 prósent á meðan bólgan er 1,6 prósent í Danmörku, 1,4 prósent í Svíþjóð, 1,8 prósent í Finnlandi.

Þar sem Seðlabankinn er kominn að þolmörkum inngripa og krónan aftur kominn undir veikingarþrýsting þá hækkar Seðlabankinn einn þróaðra seðlabanka í heiminum vexti. Seilist þar með í vasa skuldara og minnkar ráðstöfunartekjur þúsundir heimila. Á sama tíma fá skuldlausir hærri vexti á bankainnlegg sín. Ójafnvægið milli skuldara og lánara eykst, ójöfnuður vex. Þetta kallar Katrín Jak, Bjarni Ben og Ásgeir Jónsson vel heppnaða peningamálastjórn. Hlutlaust og réttsýnt fólk er á öðru máli. Sjá í gegnum kosningaáróðurinn sem seðlabankastjóri tekur þátt í.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: