- Advertisement -

Áframhaldandi skrautsýning í Seðlabankanum

Taka á krónuna af markaði og stýra henni með öðrum skipulegum hætti ef aðilar treysta ekki markaðnum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Skrautsýning Seðlabanka Íslands með krónuna heldur áfram fram á haust. Sýning sem er líklega einsdæmi á heimsvísu meðal seðlabanka. Svo illa er komið fyrir krónunni á frjálsum markaði að Seðlabankinn telur sig nauðbeygðan til að leita eftir góðu veðri með formlegu samkomulagi við einkaaðila um að fara ekki með fé úr landi. Það myndi nefnilega veikja krónuna. Þetta sýnir og sannar að krónan er ekki fær um að vera á markaði þó valdhafar dreymi um annað og vaði villu þar um.

Umræddur samningur hlýtur að vekja athygli Samkeppniseftirlitsins og fá nána skoðun. Ég sé ekki að allir aðilar sem reiða sig á eðlilega verðmyndun krónunnar sitji hér við sama borð. Bankinn er að makka um verðlagningu hennar með sérvöldum einkaaðilum. Ýmsir aðrir innlendir og erlendir aðilar hafa mikla fjárhagslega hagsmuni af því að verðmyndun krónunnar sé gagnsæ og eigi sér stað á frjálsum markaði. Nú eða að verðið sé ákvarðað með öðrum skipulögðum hætti þannig að allir sitja við sama borð. Svo er það hitt að aðilar þessa samkomulags geta hvenær sem er og refsingarlaust vikið sér frá samkomulaginu standi stærri hagsmunir til þess.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eða gera eins og Danir gera, sem er að binda dönsku krónuna við evruna.

Samningarnir voru réttlættir með skírskotun í óskilgreindan „þjóðhagslegan stöðugleika“. Sjálfur hef ég lagt til miklu farsælli leið en að makka við suma um verð krónunnar á gjaldeyrismarkaði. Slíkt samkomulag býður upp á möguleika á spillingu á kostnað heildarinnar. Leiðin sem ég legg til er einföld og leiðir til þess að allir sitji við sama borð! Taka á krónuna af markaði og stýra henni með öðrum skipulegum hætti ef aðilar treysta ekki markaðnum. Í ljósi þess að örgjaldmiðlar eins og krónan eiga ekki framtíð fyrir sér þá á annað hvort að taka upp evru eða dollar með gagnkvæmu samkomulagi þar um. Eða gera eins og Danir gera, sem er að binda dönsku krónuna við evruna.

Þetta samkomulag Seðlabanka Íslands við sérvalda einkaaðila staðfestir greiningu mína um að gjaldeyrisvaraforðinn sem tiltækur er til markaðsinngripa er ekki nema um það bil 25 milljarðar samanber þessi grein hér „Fallbyssukúlan í Seðlabankanum“. Á undanförnum þremur mánuðum þá hefur bankinn snúið um helming þess forða sem tiltækur er yfir í krónur. Þannig að það styttist í að bankinn þurfi að selja erlend verðbréf eða veðsetja þau til að fá meiri dráttarréttindi hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum eða annars staðar. Sú aðgerð mun eingöngu leiða til þess að verið væri að færa áhættu til innan hagkerfisins og magna mögulega upp framtíðarvandamál.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: