- Advertisement -

Aftökustjóri Pírata stígur fram

Getur verið að endurkoma Birgittu hefði verið ógn við sætabrauðslífið á Alþingi?  

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sýnir á sér óvænta hlið í nýju myndbandi frá átakafundi Pírata á mánudag. Að eigin sögn talaði hann fyrir hönd þingflokks Pírata í ósmekklegri aðför að mannorði Birgittu Jónsdóttur.

Mig undrar mest að þingmaðurinn nefndi engin dæmi máli sínu til stuðnings svo Birgitta gæti varið sig. Það getur ekki talist ósanngjörn krafa að fá dæmi og síðan svör frá Birgittu. Eftir mannorðsmorð Helga Hrafns þá getur staða Birgittu ekki annað en verið erfið hvar sem hún kemur. Íþyngjandi í atvinnulegu tilliti. Búið er að stimpla hana sem óalandi og óferjandi. Konan sem stofnaði tvo stjórnmálaflokka, hreif fólk með sér, og fór inn á þing.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það hreinlega gneistaði hatur úr augum Helga Hrafns í garð Birgittu.  

Helgi Hrafn er ekki einhver gaur út í bæ heldur þingmaður sem ítrekað hefur notað ræðustól Alþingis til að tjá sig um slæma hegðun innan og utan veggja Alþingis. Hans uppáhalds er að tala um einelti, ónærgætni í mannlegum samskiptum og ógagnsæi.  

Það dugar lítt að krefja aðra þingmenn um góða og bætta hegðun úr ræðustól Alþingis, en vera sjálfur með grófan ruðning. Það hreinlega gneistaði hatur úr augum Helga Hrafns í garð Birgittu.  

Hverju hefur Helgi Hrafn og aðrir núverandi þingmenn Pírata áorkað. Ég minnist ekki neins. Rifjast nú upp nýleg orð Hrafns Jökulssonar af öðru tilefni „það virðast allir í eilífu sumarfríi og fljóta sofandi að sínum lífeyrisósi“. Getur verið að endurkoma Birgittu hefði verið ógn við sætabrauðslífið á Alþingi?   


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: