- Advertisement -

Aftur ruðst inn á völlinn

Jóhann Þorvarðarson:

„Þetta er eins og að fagna sigri áður en leik er lokið. Margir hafa fallið á þeirri hvatvísi.“

Ríkisstjórnin hljóp fram úr sér, lét undan þrýstingi sérhagsmunaafla. Almannahag var fórnað. Allar takmarkanir innanlands og á landamærum voru afnumdar þrátt fyrir varnaðarorð ábyrgra aðila. Flokkarnir sem mynda ríkisstjórnina eru nefnilega komnir í kosningaham. Vilja veiða atkvæði með því að segja að hér á landi sé allt galopið og allir í góðum fíling. Munstrið er samt eins og í fyrra. Slakað var á síðasta sumar bara til að þurfa loka öllu undir lok sumarsins. Enginn lærdómur dreginn frá síðasta ári. Þetta er eins og að fagna sigri áður en leik er lokið. Margir hafa fallið á þeirri hvatvísi.

Nú er framvörður ferðaþjónustunnar aftur mættur í fjölmiðla. Alveg eins og í fyrra. Kallar eftir að menn standi við orð sín og að tímabært sé að lifa með veirunni þó smitfjöldinn sé að nálgast veldisvöxt. Já, og þrátt fyrir að delta afbrigðið hafi numið land. Skítt með heilsu landans, hagnaðurinn er það sem telur með tilheyrandi gullæði. Síðan mætir áróðurssnatinn hjá Samtökum atvinnulífsins í fjölmiðla og segir að staðan sé eftirsóknarverð. Í þessu sambandi þá vil ég bara benda á að Ný Sjálendingar fara sér að engu óðslega. Láta sérhagsmuni ekki stjórna sér. Sjáland er enn þá lokað og hagkerfið á góðum snúningi þrátt fyrir það. Þökk sé stóreflis innviðafjárfestingum. Ísland þarf nýja ábyrga ríkisstjórn, núna!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: