
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Eftir allt bramboltið í Agneiszku og annarra tapara þá liggur fyrir að þau hafa í raun náð þeim eina árangri að gera sjálfan sig að ómerkingum. Þau hljóta því að víkja málstaðsins vegna.
Efling:
Það fyrra er að stjórn Eflingar, með Agneiszku og aðra tapara innanborðs, samþykkti ársreikninga félagsins án athugasemda.
Starfandi formaður Eflingar leggst æ lægra eftir því sem styttist í að Sólveig Jónsdóttir taki við sem kosinn formaður félagsins. Ekki dugði að löggiltur endurskoðandi vottaði vinnubrögð þáverandi stjórnenda félagsins og hreinsað þar með viðkomandi af aðdróttunum um misferli. Nei, Agnieszka og aðrir taparar í stjórn Eflingar ákváðu að biðja lögmenntaðan aðila að skrifa álitsgerð upp úr fundargerðum stjórnar Eflingar. Svona eins og að hann sé einhver dómstóll.
Í álitsgerðinni segir að þáverandi stjórnendur Eflingar hafi ekki haft augljóst umboð stjórnar og farið út fyrir heimildir varðandi ákveðin útgjöld þegar greitt var fyrir vefsíðugerð félagsins. Það má vera rétt tæknilega séð, en til tvenns ber að líta í þessu samhengi. Það fyrra er að stjórn Eflingar, með Agneiszku og aðra tapara innanborðs, samþykkti ársreikninga félagsins án athugasemda. Í því felst formlegt samþykki á útgjöldum félagsins. Í raun er ekkert meira um málið að segja. Löggiltur endurskoðandi undirritaði síðan reikningana, einnig án athugasemda. Venjulega er það þannig að áður en stjórn undirritar ársreikninga þá fær hún kynningu endurskoðanda á hans niðurstöðum. Við það tækifæri er hægt að leggja fram ýmsar spurningar og óska eftir rannsókn á tilteknum atriðum í bókhaldi sé tilefni til þess. Engar slíkar óskir komu fram.
Síðara atriðið varðar svo þá staðreynd að umræddir stjórnendur högnuðust ekki persónulega á umræddum útgjöldunum hvort sem þau voru innan eða utan heimilda. Útgjöldin voru aftur á móti öll til hagsbóta fyrir félagsmenn Eflingar.
Hafi eitthvað gagnrýnisvert, jafnvel saknæmt, átt sér stað við daglegan rekstur Eflingar þá eru Agnieszka og aðrir taparar ekki stikkfrí því samþykki þeirra á ársreikningum félagsins liggur fyrir. Það er síðan ekki óþekkt hjá fyrirtækjum, samtökum og opinberum stofnunum að ítrustu formsatriði séu ekki uppfyllt. Á því geta verið ýmsar eðlilegar skýringar og ekki hægt að væna fólk um misferli út í loftið. Eftir allt bramboltið í Agneiszku og annarra tapara þá liggur fyrir að þau hafa í raun náð þeim eina árangri að gera sjálfan sig að ómerkingum. Þau hljóta því að víkja málstaðsins vegna.