- Advertisement -

Aldís Baldvinsdóttir hringdi í mig

Jóhann Þorvarðarson:

Þau skrif gerðu nú samt ekki annað en að lítillækka Ingibjörgu Sólrúnu og var ekki úr háum söðli að detta.

Ekki alls fyrir löngu þá hringdi Aldís, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, í mig. Kona sem ég ekki þekki, hef aldrei séð nema í fjölmiðlum og aldrei rætt við nema í þetta eina skipti.

Erindið var að smjaðra fyrir mér og segja skrif mín áhugaverð. Að ég væri djarfur penni. Gott og vel eins langt og það nú nær, en erindi Aldísar var mér ekki að skapi. Hún var að mælast til þess að ég skrifaði ófrægingargreinar um tilteknar valdastofnanir og föður sinn. Ég afþakkaði vafningalaust enda ritstýrir mér enginn!

Ég nýtti tækifærið víst Aldís var nú á línunni. Spurði hana hvort hún væri ekki búin að fá fullsæmda athygli í fjölmiðlun, á samfélagsmiðlum og víðar? Hvort markmiðið væri að dauðrota? Lítið var um svör. Hún sagði mér aftur á móti samhengislaust frá fisksala í nágrenni hennar, sem væri góður við sig. Gæfi sér stundum fisk í soðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alveg eins og fylgi Samfylkingarinnar var fyrir henni.

Vegna þessa símtals þá velti ég fyrir mér hvort Aldísi hafi tekist að suða sig í gegnum mannréttindarvitund Ingibjargar Sólrúnar og fengið hana til að skrifa á ósmekklegan hátt um Jón Baldvin? Þau skrif gerðu nú samt ekki annað en að lítillækka Ingibjörgu Sólrúnu og var ekki úr háum söðli að detta. Henni tókst nefnilega hjálparlaust að rústa Samfylkingunni, sem orðin er að valdalausum smáflokk.

Ingibjörg hefur í áraraðir reynt að reisa eigin æru við, en án árangurs. Henni þykir því sæmilegt að leggja út frá frásögnum, sem sumar hverjar eru sagðar komnar úr ranni Aldísar sjálfrar ef ég man rétt það sem ég hef lesið um írafárið í kringum hana. Enginn veit í raun sannleiksgildi frásagnanna, en það er algjört aukaatriði fyrir Sólrúnina. Alveg eins og fylgi Samfylkingarinnar var fyrir henni.

Svo er það fjölmiðillinn Stundin og blaðamaðurinn Margrét Marteinsdóttir, sem ritaði nýverið óveglynda grein um Jón Baldvin upp úr dagbók Þóru Hreinsdóttur heitinnar. Í ljósi símtals Aldísar til mín þá spyr ég mig hvort hún hafi verið inni á gafli að hvetja Margréti áfram í skrifum sínum. Lagði Aldís til túlkanir á dagbókarfærslum Þóru?

Fyrrum maki Þóru og dóttirin Sólveig segja í nýlegri yfirlýsingu að skrif blaðamannsins séu „túlkun Margrétar á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum og álítum við að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru við þáverandi kennara hennar, hafi verið af kynferðislegum toga“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: