- Advertisement -

Algjörlega stórkostlegar tölur!

Tölurnar staðfesta mikinn kraft hagkerfisins.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á vettvangi Miðjunnar hefur á það verið bent að efnahagsumsvif síðasta fjórðungs ársins 2018 hafi vaxið um 12% miðað við sama fjórðung á árinu 2016.

Hagstofan segir síðan hagvöxt hafa verið 4,6% árið 2018 eða jafnmikinn og árið 2017. Það er álíka mikill árlegur vöxtur og var á tímabilinu 2013-2016 að jafnaði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll endurspeglar  síðan þróttmikið hagkerfi. Í jan-feb 2019 þá fjölgaði farþegum um 57% miðað við sama fjórðung árið 2016. Fjöldi ferðamanna er hratt vaxandi þrátt fyrir stanslausa umfjöllun fjölmiðla og hræðsluáróður atvinnurekenda um stöðu WOW air og yfirvofandi verkföll allt frá haustmánuðum.

Þetta eru algjörlega stórkostlegar tölur.

Tölurnar staðfesta mikinn kraft hagkerfisins. Allar stoðir kerfisins eru í blóma. Þar með er talinn sjávarútvegur þrátt fyrir tímabundinn loðnuskort eftir 10 frábær ár.

Staða WOW air er minna vandamál en af er látið. Ef flugfélagið hverfur af markaði og hin 25 flugfélögin sem fljúga til Íslands bæta engu við sig þá færumst við aftur til ársins 2016. Það ár þótti ekki slæmt. En auðvitað færa farþegarnir sig yfir á önnur flugfélög að miklu leyti. Markaðurinn bregst hratt við.

Það er því hvimleitt og ómálefnalegt af atvinnurekendum að setja ítrekað fram rangfærslur í áróðursskyni og segja stöðuna slæma, trúverðugleikinn hverfur á endanum. Barlómur atvinnurekenda er orðinn að sérstöku þjóðarmeini. Hljómar barlómakórinn eins og dæmisagan Úlfur úlfur.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: