- Advertisement -

Allt í hnút hjá ríkisstjórninni

Getuleysi ríkisstjórnarinnar verður því eitt af aðal kosningamálum haustsins ásamt taumlausri verðbólgu.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eftir að ríkisstjórnin tók við í nóvember 2017 og fram að heimsfaraldrinum þá þrefaldaðist atvinnuleysi eins og myndin sýnir. Strax í nóvember 2017 þá jókst ófögnuðurinn lítillega samanber langa svarta stefnuörin á línuritinu. Atvinnuleysið eykst síðan jafnt og þétt allt árið 2018 og fram í september 2019. Þá stökkbreyttist þróunin og atvinnuleysis rýkur upp samanber græna stefnuörin. Svo þegar heimsfaraldurinn skellur á þá þegar er kominn mikill skriðþungi á upptaktinn í atvinnuleysinu. Faraldurinn virkaði því eins og olía á eld. Á umræddu tímabili þá var ríkisstjórnin ekki með nein úrræði, engar áætlanir. Hún bara vonaði það besta, var óundirbúin. Í þessu sambandi þá verður ekki fram hjá því horft að Sjálfstæðisflokkurinn fer fyrir efnahagsmálum með Bjarna Ben í brúnni. Bágborið atvinnuástand er því að talsverðum hluta  heimatilbúið vandamál á ábyrgð þess flokks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórnin sigldi sofandi að eigin feigðarósi í þessum efnum. Dugleysi hennar er rándýrt og afleiðingarnar munu elta þjóðina í mörg ár ef ný framsækin stjórn tekur ekki við völdum í haust. Til að bæta gráu ofan á svart þá sýna nýleg gögn frá ríkisstjórninni að hún  ætlar sér sex ár í að koma atvinnuleysinu niður í 6 prósent fái hún til þess umboð. Til samanburðar þá tók það bandarísk stjórnvöld aðeins 1 ár að koma atvinnuleysinu niður í 6 prósent eftir að það toppaði í 14,8 prósentum. Þjóðin er ekki að fara bíða í 6 ár eftir að hlutirnir taki við sér.

Getuleysi ríkisstjórnarinnar verður því eitt af aðal kosningamálum haustsins ásamt taumlausri verðbólgu. Þegar vel er skoðað þá er ríkisstjórnin með allt í hnút og mikil undiralda er í þjóðfélaginu. Það mun duga lítt að skella allri skuldinni á heimsfaraldurinn eins og ríkisstjórnin hefur ítrekað reynt að gera. Spurningin er hvort stjórnarandstaðan hafi hæfni til að halda umræðunni á vitrænum nótum um þessi tvö grundvallarmál. Flest annað byggir á lausn þeirra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: