- Advertisement -

Alþingi bauð þöggunarmútur

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Að Alþingi haf boðið þöggunarmútur er grafalvarlegt mál sem kallar á rannsókn. Ekki gengur að valdamesta stofnun landsins, sem fer með löggjafarvald, ástundi ritstuld og reyni síðan þegar upp um kemst að bjóða mútur.

Eftir mikla fyrirstöðu og tilraunir Alþingis til að svæfa ásakanir Árna H. Kristjánssonar um ritstuld nefndar á vegum Alþingis um fall sparisjóðanna var fundað með honum á tímabilinu janúar til mars 2016. Tilgangurinn var að bæta úr málum. Greiða Árna bætur og ógreidd laun. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef undir höndum þá settu fulltrúar þingsins fram skilyrði um að Árni fjallaði ekki um samkomulagið opinberlega. Árni hafnaði og ekkert varð úr samkomulagi. Á fundunum með Árna var þáverandi forseti Sögufélagsins og núverandi forseti Íslands.

Að Alþingi haf boðið þöggunarmútur er grafalvarlegt mál sem kallar á rannsókn. Ekki gengur að valdamesta stofnun landsins, sem fer með löggjafarvald, ástundi ritstuld og reyni síðan þegar upp um kemst að bjóða mútur. Svara verður hver veitti heimild að Alþingi bjóði mútur. Ég hvet lesandann til að lesa þessa grein hér „Dapurt önglasprikl“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: