Fréttir

Alþingi getur spurt

- ákvörðun um sameiningu skólanna er ráðherrans, sagði Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sem mætti fyrir þingnefnd.

By Miðjan

May 09, 2017

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að það sé hans, sem ráðherra, að ákveða hvort af sameiningu Fjölbrautarskólans við Ármúla og Tækniskólans, eða ekki. Hann var spurður hver aðkoma Alþingis ætti að vera að málinu. Hann sagði þingið geta kallað eftir upplýsingum, en það væri ráðherrans að ljúka málinu.

Björn Leví Gunnarsson Pírati spurði hvort aðkoma Alþingis yrði umræða eftir ákvörðunina.

Kristján Þór staðfesti að umræður um sameininguna hafi byrjað í febrúar. Tækniskólinn er eign samtaka í atvinnulífinu. Kristján Þór sagðist ekki halda að hverjir eigi Tækniskólann verði ógn við framhaldsskóla á Íslandi.