Skjáskot: Kastljós.

Stjórnmál

Alþingi titrar

By Miðjan

March 06, 2023

Hlé er á störfum Alþingis sökum þess að forseti þingsins veit ekki í hvorn fótinn hann að stíga vegna þessarar tveggja fyrirspurna:

Fyrirspurn

til forseta Alþingis um greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.

     1.      Hvað kemur fram í greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. frá 2018?      2.      Hvaða atriði taldi settur ríkisendurskoðandi að gæfu tilefni til frekari upplýsingaöflunar og mats á því hvort rétt hefði verið staðið að málum?      3.      Hvaða athugasemdir gerði settur ríkisendurskoðandi við söluferli hlutar ríkisins í félaginu Klakka ehf.?      4.      Hvaða athugasemdir gerði settur ríkisendurskoðandi við aðkomu lögmannsstofunnar Íslaga að starfsemi Lindarhvols?      5.      Hvað taldi settur ríkisendurskoðandi gefa til kynna að hlutur ríkisins í Klakka hefði verið seldur á undirverði?

Fyrirspurn

til forseta Alþingis um hlutverk ríkisendurskoðanda. Frá Birni Leví Gunnarssyni.

     1.      Hvaða lögum og reglum skal ríkisendurskoðandi hafa eftirlit með og leiða í ljós frávik frá, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016?      2.      Hvað er átt við með fráviki frá lögum og reglum í fyrrnefndu ákvæði?      3.      Hvaða svigrúm hefur ríkisendurskoðandi, sem sjálfstæður og engum háður í störfum sínum, til þess að skilgreina hvað felst í því að „leiða í ljós frávik frá lögum og reglum“, sbr. fyrrnefnt ákvæði?