
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Mogginn er eins og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í stöðugri leit að vindmyllum til að skylmast við. Hafa ekkert málefnalegt fram að færa.
Andrés Magnússon þykistu blaðamaður hjá Mogganum er þekktur að umgangast hlutina af miklu frjálsræði og í niðurrifstilgangi. Þjóðþekkt er þegar hann reyndi að gera lítið úr bólusetningu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Allt átti víst að vera í rugli og Andrés lagði fyrrverandi framkvæmdastjóra Evrópusambandsins orð í munn. Andrési var mikið í mun að útvarpa hatri sínu á sambandinu. Allir vita að Ísland er í fremstu röð í bólusetningu þökk sé samstarfi við sambandið.
Núna er hann búinn að finna sér nýja vindmyllu til að skylmast við og er það lóðaframboð í Reykjavík sem hann ruglar núna með. Gefur í skyn að lóðir skorti í borginni. Sagði orðrétt á forsíðu „Auðvelt er að sjá á vef Reykjavíkurborgar, að þar eru engar lóðir í boði“. Andrés hefði betur beðið með ruglinginn því næstkomandi föstudag verður kynningarfundur um uppbyggingu íbúða í borginni, en þar mun koma fram lýsing á þróttmiklu uppbyggingarstarfi meirihlutans í borgarlandinu.
Fullyrðing Andrésar hefur verið hrakin af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samanber hér „Að kenna Reykjavík um er lágkúrulegt“ og hér „Svona gerðist það“. Kjarninn birti síðan grein um málið samanber hér „Er lóðaskortu virkilega flöskuhálsinn?“. Mogginn er eins og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í stöðugri leit að vindmyllum til að skylmast við. Hafa ekkert málefnalegt fram að færa.