- Advertisement -

Andúð Björns Jóns á jafnréttismálum er hlægileg

Málflutningur hrútsins er alveg glataður og missir algjörleg marks.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Björn Jón Bragason pistlahöfundur á DV hefur í tvígang á skömmum tíma veist að forsætisráðuneytinu og gagnrýnt fjölgun starfsmanna sem sinna jafnréttismálum. Hann reynir að tengja fjölgunina við ímyndaða útþenslu hins opinbera og leggst svo lágt að nafngreina einn starfsmann og telja menntun annarra upp. Hann bætir síðan í eigin hrútskýringu og segir tækifæri fyrir stjórnmálamenn að hagræða í opinberum rekstri vegna mikillar skuldaaukningar. Hann kemur síðan með annað feilskot þegar hann reynir að styðja mál sitt með hlægilegri áróðursmynd frá Viðskiptaráði Íslands. Myndin á að segja okkur að skattar hafi aukist á árabilinu 2015-2019.

Málflutningur hrútsins er alveg glataður og missir algjörleg marks. Fyrir það fyrsta þá hafa skattar sem hlutfall af umsvifum hagkerfisins ekki hækkað á umræddu árabili heldur lækkað. Í öðru lagi þá er málaflokkurinn jafnréttismál geipilega mikilvægur fyrir samfélagið og hagkerfið. Aukið jafnrétti eflir félagsauð þjóðarinnar og styrkir lýðræðið. Hvoru tveggja stuðlar að sjálfbærari og jafnari hagvexti en ella. Síðan er það þriðja atriði sem Björn Jón lítur auðvitað ekki til en það er að þjóðin sjálf vill aukið jafnrétti. Kosningaúrslit og stefnumál stjórnmálaflokka liðinna ára endurspeglar viljann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta með skuldaaukninguna kemur ekki af góðu eins og landsmenn þekkja augljóslega betur en Björn Jón. Ef takast á við auknar opinberar skuldir með niðurskurði við núverandi aðstæður þá leiðir það einfaldlega til enn meir samdráttar í hagkerfinu, sem á endanum mun reynast dýrara og bera feigðina í sér. Gjaldþrot fyrirtækja mun fara á flug. Björn Jón, eins og Samtök atvinnulífsins, aðhyllist úrelt hagstjórnarúrræði sem aflögð hafa verið víðast og þar með talið í Bandaríkjunum. Björn Jón er með úrelt viðhorf eins og kemur vel fram í afstöðu hans til jafnréttismála.      


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: