- Advertisement -

Annar hagfræðingur í flækju!

Þökk sé Gamma og meirihluta borgarstjórnar fyrr og síðar að rústa fasteignamarkaðnum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Yfirstandandi kjaraviðræður fjalla ekki um meðallaun tiltekinna þjóðfélagshópa heldur afkomu lægst launaða fólksins sem ná engum endum saman. Fólk sem lifir á hungurlús. Nú hefur annar hagfræðingur stigið fram og er hann líka flæktur í blekkingar heildarmeðaltala sem gefa ekki raunsanna mynd af stöðu fátæka fólksins. Hann sýndi á línuriti að 35-49 ára gömul einstæð kona í RVK  hefði til 213 þúsund krónur á mánuði til ráðstöfunar eftir greiðslu húsaleigu á 50 fm íbúð.

Ég hef ekki mestu áhyggjurnar af þessari konu heldur öllum konunum, á öllum aldri fram að 64 árum, sem eru undir meðaltalinu. Ef við skoðum launadreifinguna undir meðaltalinu kemur særandi mynd í ljós.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það eru 4.700 barnlausar konur á leigumarkaði í landinu sem ekki komast upp fyrir 232 þúsund í ráðstöfunartekjur mánaðarlega. Og það eru 14.100 konur sem komast ekki yfir 265 þúsund krónu markið. Ef við segjum að húsnæðiskostnaður yfir landið sé jafn til einföldunar og allar konur leigi 50 fm á 150 þúsund krónur þá hefur fyrri hópurinn 82 þúsund til að borga nauðsynlega reikninga að jafnaði. Seinni hópurinn hefur 115 þúsund krónur til að moða úr.

Staða þessara hópa er sýnd á stöplariti hér að neðan og kjarnar vandann sem við er að glíma í kjaraviðræðum Eflingar. Það er því þungt að hlusta á hátekjufólk krefja þessar konur um ábyrgð og að stilla kröfur sínar niður á við svo það geti sjálft haldið áfram að lifa í lúxus!

Á myndinni sést vel hvað húsnæðisliðurinn er stórt vandamál hjá þessum hópum. Þökk sé Gamma og meirihluta borgarstjórnar fyrr og síðar að rústa fasteignamarkaðnum.  Já, og þökk þeim sem stuðluðu að hruninu. Ábyrgð þeirra er tröllvaxin!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: