
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Svo er það hitt, af hverju vilja lífeyrissjóðir, sem bera samfélagslega ábyrgð og hafa ekki of marga fjárfestingarkosti, selja?
Þeirri spurningu er ósvarað af hverju franska fyrirtækið Ardian, sem langar að kaupa fjarskiptainnviði af Mílu, kaupir ekki bara hlutabréf í Símanum beint á hlutabréfamarkaði. Það er ekkert sem hindrar það. Ég er hugsi yfir þessu því hugsanlega er verið að taka besta konfektmolann út til lengri tíma litið.
Svo er það hitt, af hverju vilja lífeyrissjóðir, sem bera samfélagslega ábyrgð og hafa ekki of marga fjárfestingarkosti, selja?