- Advertisement -

Argasta spilling og vanræksla í opinberu starfi

Hér var verið að gefa tugi milljarða króna af almannafé sem hægt hefði verið nota í svelt heilbrigðiskerfi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Aðspurð hvort stór hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi verið seldur á undirverði upp á tugi prósenta svaraði forsætisráðherra að eftirstandandi hlutur ríkisins væri verðmætari en áður. Bíðum nú við. Er það réttlætanlegt að gefa efnafólki og sjóðum tugi milljarða til að geta sagt að eftirstandandi hlutur sé verðmætari en áður? Þvílík endemis vitleysa. Í vönduðu og óspilltu söluferli þá hefði útboðsverðið verið sett hátt, til dæmis 135 krónur á hvert hlutabréf í stað 78 krónur, og áhugi fjárfesta kannaður. Ef eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum hefði verið ónæg þá hefði verið hægt að lækka verðið þar til eftirspurnin væri næg. Þannig hefði verið hægt að hámarka söluverðið fyrir þessa almenningseign. Og líka fyrir 35 prósent hlutinn sem var seldur á gjafarverði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Salan á bankanum hlýtur að verða kosningamál. Hér var verið að gefa tugi milljarða króna af almannafé sem hægt hefði verið nota í svelt heilbrigðiskerfi. Vanræksla valdhafa í þessu máli gæti varðað við landslög. Ferlið og ákvarðanir við söluna verður að skoða niður í kjölinn. Svara verður þeirri spurningu af hverju ekki var byrjað með útboðsverðið hærra til að hámarka söluverðið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: