- Advertisement -

Ásgeir Jónsson með rugling!

Það eitt og sér vinnur gegn Lífskjarasamningnum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Raunvextir Seðlabanka Íslands eru plús 0,2% í dag. Hjá þeim bandaríska eru raunvextirnir neikvæðir eða -0,2% og á evrulandinu er mælingin -0,7%. Á Bretlandi eru vextirnir einnig neikvæðir eða -1%. Þannig að það var ónauðsynlegt hjá Ásgeiri seðlabankastjóra að gefa til kynna að frekari vaxtalækkanir væru ólíklegar. Málið er að verðbólga í heiminum er að sigla niður á við og Ísland fylgir með. Sjálfur tel ég að verðbólga á Íslandi sé í og undir 2% nú um stundir en ekki 3% eins og seðlabankinn telur. Bankinn er einfaldlega að teikna raunveruleikann í sínum mælingum, þ.e. hann er svifaseinn. Það er því rými fyrir meiri vaxtalækkanir strax í dag. Bankann skortir bara djörfung og forsjálni! 

Þetta sífellda mas í Ásgeiri bankastjóra sendir röng skilaboð inn á markaðinn. Það hindrar að vextir á markaði lækki eins mikið og stefnt er að. Það eitt og sér vinnur gegn Lífskjarasamningnum. Mæli ég með að Ásgeir taki besta seðlabankastjóra veraldar sér til fyrirmyndar. Mark Carney sem stýrir Seðlabanka Bretlands talar eins sjaldan opinberlega og unnt er og þá aðeins þegar hann hefur eitthvað áríðandi að segja. Ásgeir, það er silfur að tala en gull að þaga!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: