- Advertisement -

Ásgeir og Seðlabankinn í ruglinu!

Af hverju Seðlabankinn er í svona litlum takti við efnahagslífið er áleitin spurning.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Sjöunda nóvember síðastliðinn birtist grein hér á Miðjunni (Ásgeir Jónsson með rugling) þar sem ég setti fram mitt mat á ríkjandi verðbólgu. Sagði að nú um stundir væri verðbólgan í og undir 2%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á sama tíma að verðbólgan væri 3%. Honum skeikaði um eitt prósentustig eða 33 prósent. Það er mikil skekkja og afar dýr fyrir þjóðfélagið! 

Af hverju Seðlabankinn er í svona litlum takti við efnahagslífið er áleitin spurning. Augljóst er þó að það er að koma landinu í koll enn einu sinni að við mannaráðningar í æðstu stöður ríkisins er hæfasta fólkið ekki kallað til heldur ræður frændgarður eða aðild að klíkum för. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég tel að seðlabankastjórinn þurfi að útskýra þessa alvarlegu skekkju! Trúverðugleiki Ásgeirs er náttúrulega ekki fyrir hendi eftir afrek hans fyrir hrunið. Þá sýndi hann og sannaði að hann er lélegur að lesa í hagtölur og spá fyrir um framvindu mála. Það þekkja þeir best sem eltu ráð hans fyrir hrun og töpuðu aleigunni þegar hann starfaði fyrir Kaupthing! Sjálfur hef ég rökstutt að ráðning Ásgeirs hafi verið afglöp. Ég skora á Ásgeir að íhuga stöðu sína landsins vegna. Við megum ekki við svona glappaskotum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: