
Ásgeir fær einkunnina A– (A mínus) og getur þessi lækkun leitt til verri lánakjara fyrir ríkissjóð.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Árlega gefur tímaritið Global Finance seðlabankastjórum heimsins einkunn fyrir frammistöðu í starfi. Már Guðmundsson þótti almennt standa sig vel og var með einkunnina A þegar hann lét af störfum á síðasta ári. Ásgeir Jónsson tók við góðu búi og hefur setið í fjórtán mánuði í stóli seðlabankastjóra. Ásgeir fær einkunnina A– (A mínus) og getur þessi lækkun leitt til verri lánakjara fyrir ríkissjóð á erlendum fjármálamörkuðum.
Meðal þátta sem litið er til í mati á frammistöðu er verðbólgan. Hún verður væntanlega 4,4 prósent á árinu og mun það mögulega draga íslenska seðlabankastjórann enn neðar í einkunn. Þá gætu lánakjörin orðið enn verri en ella.