- Advertisement -

Áslaug Arna, Svandís og Cornwall

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Barátta hennar er aftur á móti auðunninn því Svandís er á brauðfótum, koðnar æ meira niður eftir því sem nær dregur kosningadegi.

Áhugavert er að fylgjast með þróun smita í Cornwall á suðvestur odda Englands. Þangað sem margir fara til að lyfta sér upp og í frí. Nýlega var hin árlega tónlistar- og sjóbrettahátíð Boardmaster Festival haldin sem varði að venju í fimm daga. Hún fer að mestu fram í kringum bæinn Newquay og við flóann Watergate sem liggja á vesturströndinni. Mikið fjör og fólk að njóta lífsins án sóttvarna. Skipuleggjendur höfðu samt varann á og þurftu gestir að sýna fram á eitt af þrennu: að vera full bólusett, nýlegt smitleysispróf og eitthvað eitt enn sem ég man ekki augnablikinu.

Núna stuttu eftir lok veislunnar þá mælist bærinn og umliggjandi svæði með hlutfallslega flest deltasmit á Bretlandseyjum. Fjöldinn rauk upp um hundruð prósenta í kjölfar standsins. Sagan er svo sem ekki öll því flest allir gestanna koma annars staðar að og dreifa veirunni eins og hver annar áburðardreifari vítt og breitt um allar koppagrundir. Þetta endurspeglast í landstölum, smitum fjölgar hratt og farið er að glitta í útlínur veldisvaxtar. Þróunina má einnig rekja til opnun allra íþróttaleikvanga. Og svo munu skólar hefjast í september. Frelsisútlitið er því ekki gott og ekki víst að allir sem vilja fái að taka þátt í endurkomu Ronaldo til Man Utd.

Hinn lítt reyndi og óábyrgi stjórnmálamaður Áslaug Arna hefur verið dugleg að þenja gúl og vill bara opna alla vettvanga. Halda mannfagnaði á við landsleiki. Auðvitað er óþekktin á atkvæðaveiðum, en það breytir því ekki að hún sýnir dómgreindarbrest. Barátta hennar er aftur á móti auðunninn því Svandís er á brauðfótum, koðnar æ meira niður eftir því sem nær dregur kosningadegi. Linkukindin sú er nefnilega sjálf á atkvæðaveiðum, kominn í kosningarkjólinn. Skítt með lýðheilsu og mannslíf. Skjáturnar ættu að heimsækja Newquay og bjóða heimsenda spámanninum Halldóri Benjamín með sér því deltaveiran hagar sér ekki öðruvísi í Cornwall en á Íslandi. Helst ætti þrenningin að fá sér smalaböku með einum öl og vera ekkert að hraða sér heim. Okkur mun vegna vel án þeirra því kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: