- Advertisement -

Ásmundur Friðriksson út í móa

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eitt af þeim er að starfsemin fari fram í héruðum sem eiga verulega undir högg að sækja atvinnu- og búsetulega séð.

Orðrétt þá sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi „Í Evrópusambandinu búa fyrirtækja við það, t.d. ef þú stofnar fiskvinnslufyrirtæki í Póllandi og það kostar milljarða að byggja fyrirtækið upp þá færðu 80 prósent stofnkostnað endurgreiddan eða 800 milljónir.“ Þingmaðurinn ruglar.

Samkvæmt fjárfestingarstefnu þarlendra stjórnvalda fyrir árabilið 2011 til 2030 þá fer fjárfestingarstyrkur stjórnvalda aldrei yfir 25 prósent af stofnkostnaði og lægstur getur hann orðið 5 prósent. Þessu til viðbótar er síðan hægt að öðlast takmarkaða styrki sem tengjast þjálfun til getuaukningar starfsmanna. Ekki hvaða atvinnugreinar sem er geta hlotið styrki og þurfa þau að uppfylla ströng skilyrði. Eitt af þeim er að starfsemin fari fram í héruðum sem eiga verulega undir högg að sækja atvinnu- og búsetulega séð.

Hærri styrki er síðan hægt að fá að uppfylltum enn strangari skilyrðum, sem þá eru bundnir við mjög svo hrakandi svæði. Styrkjakerfinu er ætlað auka fjölbreytni atvinnulífsins í Póllandi almennt og því sérstök áhersla lögð á fyrirtæki á sviði rannsókna og nýsköpunar sem og kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Fjárfestingum undir þessum formerkjum þykir áhættusöm.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: