- Advertisement -

Ástand sem reynt er að þagga niður

Jóhann Þorvarðarson:

Til að bæta gráu ofan á svart þá boðar ríkisstjórnin aðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem mun, að öllu öðru óbreyttu, auka verðbólguna.

Það fór fyrst að bera á kórónuveirunni í nóvember 2019 eða um líkt leyti og Ásgeir Jónsson var skipaður seðlabankastjóri af Katrínu Jakobsdóttur. Veiran fór svo á flug snemma árs 2020. Það er því áhugavert að skoða, enn og aftur, hver uppsöfnuð verðbólga á tímabilinu frá ágúst 2019 til sama mánaðar á þessu ári er. Þá eru nefnilega liðin nákvæmleg 3 ár frá skipuninni. Komin er því góð reynsla á óvönduð vinnubrögð ritþjófsins og ósannindamannsins.

Myndin sem fylgir sýnir uppsöfnunina á umræddu tímabili í samanburði við önnur Norðurlönd. Finnland, með sína evru, er með uppsöfnun sem er 8 prósentustigum lægri en á Íslandi. Hér munar 79,2 prósentum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þessu umhverfi þá ypptir forsætisráðherra öxlum og fjármálaráðherra gerir tilraun til að segja ósatt um að ársverðbólga á Íslandi sé bara 5 prósent þegar hún í raun er 10 prósent. Frammistaða og ábyrgðarleysi aðilanna bitnar illa á skuldurum, bæði heimilum og fyrirtækjum.

Til að bæta gráu ofan á svart þá boðar ríkisstjórnin aðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem mun, að öllu öðru óbreyttu, auka verðbólguna. Og það strax í dag því verðbólguvæntingar bregðast við í rauntíma.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: