Fréttir

Auglýst eftir barnabókahandriti

By Sigrún Erna Geirsdóttir

January 06, 2015

Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga í samkeppninni Íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Skilafrestur er til 15. febrúar n.k. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna. Síðast vann handrit að bókinni Ótrúleg ævintýri afa: Leitin að Blóðey.

Handritið á að vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd. Nánar um frágang handrits og verðlaunin almennt má lesa hér, á vef Forlagsins.