- Advertisement -

Auglýstar lygar

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Segir að vaxtalækkun Seðlabankans undanfarin misseri sé einhverjum meintum stöðugleika að þakka. Stöðugleika sem hann þakkar auðvitað sjálfum sér. Auglýsingin er hreint hrollvekjandi upplifun.

Það er ekkert lát á lygaburði formanns Sjálfstæðisflokksins. Nýrri auglýsingu er nú sjónvarpað þar sem tættur og reyttur formaðurinn horfir beint í myndavélina og lýgur að landsmönnum. Segir að vaxtalækkun Seðlabankans undanfarin misseri sé einhverjum meintum stöðugleika að þakka. Stöðugleika sem hann þakkar auðvitað sjálfum sér. Auglýsingin er hreint hrollvekjandi upplifun. Treyst er á að þeir sem eru svo óheppnir að horfa á kunni ekki á klukkuverk hagfræðinnar. Gleypi bara við lygaburðinum.

Lækkun vaxta síðustu missera kom ekki til af góðu. Óstöðugleiki var byrjaður að banka upp áður en  kóvít-19 reið yfir. Verðbólga fór til dæmis upp í 3,7 prósent árið 2018 og atvinnuleysi Vinnumálastofnanir var komið  undir 6 prósentin rétt fyrir faraldurinn. Hagvöxtur var á hraðri niðurleið og lækkaði um meira en 50 prósent árið 2019. Faraldurinn var því í raun lán í óláni fyrir formanninn ljúgandi og dró athyglina frá kólguskýjum sem hrönnuðust upp.

Um það leyti sem núverandi ríkisstjórn tók við þá þegar var Seðlabanki Íslands byrjaður að lækka stýrivextina til að mæta hratt vaxandi mótvindi, sem Sjálfstæðisflokkurinn framkallaði með glórulausri og úreltri hagstjórn til margra ára.  Vaxtalækkunin hélt áfram og af meiri þunga vegna fordæmalausra aðstæðna í fyrra. Eftir að þúsundir freistuðu gæfunnar í lágvaxtaumhverfinu þá eru vextir teknir til við að hækka samhliða hratt vaxandi verðbólgu. Bólgu sem á eftir að aukast í vetur og kalla á enn hærri stýrivexti. Smátt og smátt mun napur raunveruleikinn hitta skuldug heimili landsins fyrir og þrengja að ráðstöfunartekjum. Og skuldir ríkisins verða dýrari með degi hverjum. Formaðurinn ljúgandi er að reyna að forðast umræðu um eigið getuleysi með hreint hryllilegum lygum.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: