- Advertisement -

Aukinn hraðakstur á evrusvæðinu

Jóhann Þorvarðarson:

Að vinna buga á vandanum kallar á ákvarðanir, sem taka langan tíma að skila árangri og þriðja heimsstyrjöldin gæti farið af stað ef illa vinnst úr málum.

Í dag þá komu út nýjar verðbólgutölur á evrusvæðinu. Ársverðhækkanir í október voru 11 prósent og hafa aldrei verið eins miklar síðan evran var sett á fót. Sem fyrr þá er það olía og gas sem veldur spjöllum, en samræmd verðbólga án svarta gullsins mældist 7 prósent. Að kaupa inn í matinn er síðan 13 prósent dýrara en fyrir ári síðan. Ljósið í myrkrinu er að þrjú lönd af nítján innan evrusvæðisins voru með verðhjöðnun í október: Eistland, Grikkland og Malta. Á móti kemur að mikill sláttur var á mánaðarlegum verðhækkunum hjá öðrum þjóðum í október.

Svíþjóð, sem er í Evrópusambandinu en ekki með evru, var með 10,8 prósent verðbólgu þegar mælt var í september. Danir, sem binda sína krónu við evruna, voru svo  með 10% verðbólgu í sama mánuði. Bólgan í Finnlandi, sem er með evruna, var rúm 8% í október.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tyrkir fljúga síðan með himinhvolfinu með 83 prósent bólgu og sýnir hún engin merki hjöðnunar.

Horft út fyrir evrusvæðið þá var verðbólga 18 prósent í Póllandi í október, 14 prósent í Rússlandi í september og meira en 17 prósent í Hvíta Rússlandi. Tyrkir fljúga síðan með himinhvolfinu með 83 prósent bólgu og sýnir hún engin merki hjöðnunar.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn áætlar að heimsverðbólga muni nær tvöfaldast á þessu ári samanborið við árið á undan, en taki að hjaðna á því næsta. Því miður þá er það svo að verðbólgan er af völdum þátta sem eru að miklu leyti utan áhrifasviðs alþjóðlegrar samvinnu eða stjórnun peningamála. Þar fremst í flokki er innrás Rússa í Úkraínu, núllstefna Kínverja í kóvít-19 málum og uppskerubrestur af völdum öfgaveðra. Að vinna buga á vandanum kallar á ákvarðanir, sem taka langan tíma að skila árangri og þriðja heimsstyrjöldin gæti farið af stað ef illa vinnst úr málum.

Í ofanálag þá veldur sterkur bandarískur dollar einnig verðbólguþrýstingi og viðsnúningur í þeim efnum hangir saman við úrlausn áðurnefndra vandamála. Svo er ljóst að olíuríkin eru staðráðin í að halda olíuverðinu háu. Þannig að spá sjóðsins nær trauðlega fram að ganga að mínu mati. Í það minnsta þá er enn feikimikill kraftur í verðbólgunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: