- Advertisement -

Aumingja Þorsteinn Sæmundsson

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sérstöðu meðal þingmanna. Þorsteinn er vel máli farinn. Getur verið hvassyrtur og notar oft fágæt orð í máli sínu. Sérstaða hans er skemmtileg. Nú býr hann við að flokkurinn hans er sem hriplekur bátur og orð hans vigta ekki sem fyrr.

Þorsteinn skrifar grein í Mogga dagsins. Þar segir hann:

„Fyr­ir nokkr­um dög­um voru fjár­lög, sem eru stefnu­skrá hverr­ar rík­is­stjórn­ar af­greidd, eft­ir aðra umræðu í þing­inu. Við aðra umræðu koma fram þær breyt­ing­ar sem stjórn­mála­flokk­ar vilja gera á fyr­ir­liggj­andi frum­varpi. Að þessu sinni notaði rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur tæki­færið til að ganga á bak orða sinna gagn­vart ör­yrkj­um og snuða fá­tæk­asta fólk á Íslandi um ell­efu­hundruð millj­ón­ir króna. Fá­tæk­asta fólkið á Íslandi á að bíða eft­ir rétt­læti enn um hríð meðan fé­lags­málaráðherra sem nú er einnig barna­málaráðherra vinn­ur til­lög­ur sín­ar varðandi ör­yrkja sem marg­ir hverj­ir hafa börn á fram­færi sínu.“

Síðan rekur hann tillögur Miðflokksins. Fyrir það fólk sem fylgist með umræðum á þingi munar mikið um Þorstein. Hann líður fyrir að vera í flokki sem á ekki upp á pallborðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: