- Advertisement -

Axlar Gylfi ábyrgð eða verður hann rekinn?

Afleiðingin var hærri verðbólga, ráðstöfunartekjur heimilanna minnkuðu. Á ferðinni var einstaklega gróf árás á landsmenn.  

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nú hefur Eimskip náð samkomulagi við Samkeppniseftirlitið um greiðslu stærstu skaðabóta sem um getur á Íslandi vegna samkeppnislagabrota. Með samkeppnistruflunum þá greiddu viðskiptavinir Eimskip hærra verð fyrir þjónustu Eimskip og því var fleytt út í verðlagið. Afleiðingin var hærri verðbólga, ráðstöfunartekjur heimilanna minnkuðu. Á ferðinni var einstaklega gróf árás á landsmenn.  

Nú vaknar spurningin hvort þáverandi forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, muni axla sína ábyrgð? Hann er núna forstjóri Eimskip USA og það getur ekki verið orðspori Eimskips til framdráttar að hafa hann áfram í brúnni. Og svo hlýtur Eimskip að sækja skaðabætur til Gylfa vegna starfshátta sem viðhöfð voru í hans forstjóra tíð. Eða heldur hann bara áfram eins og ekkert sé?

Lengi vel þá fór Gylfi Sigfússon fram á að rannsókn Héraðssaksóknara á athæfi skipafélagsins yrði hætt. Í þessu samhengi þá er bréf sem lögfræðingur Gylfa sendi frá sér fyrir nokkrum árum vandræðalegt, en afrit af bréfinu er látið fylgja með greininni. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur aðili í viðskiptum hér heima og í Bandaríkjunum treysti á eitt né neitt sem frá Gylfa kemur. Málið er of alvarlegt til að hægt sé að horfa blindum augum á það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: