Fréttir

Bæjarstjórinn er með margföld laun

By Gunnar Smári Egilsson

May 11, 2020

Gunnar Smári skrifar:

„Hér er líka rekin jafnlaunastefna,“ segir bæjarstjórinn í Kópavogi og fer með rangt mál. Hann er sjálfur með tíföld lægstu laun, er með hærri laun sem bæjarstjóri í Kópavogi en borgarstjórinn í París er með í laun. Í Kópavogi er rekin launastefna sem einkennist af ójöfnuði. Og það var sú stefna sem bæjarstjórinn vildi verja með því að loka grunnskólum bæjarfélagsins frekar en að hækka laun fólks sem var á svo lágum launum, að þau dugðu ekki fyrir framfærslu.