- Advertisement -

Bandaríkin ræsa túrbóinn

Einkavæðing Íslandsbanka er ekki mál dagsins heldur himinhátt atvinnuleysi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nýbakaðar tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum komu út í dag. Áfram lækkar atvinnuleysið og er komið niður í 6,3 prósent eins og myndin sýnir. Hæst fór atvinnuleysið þar vestra í 14,7 prósent í maí á síðasta ári. Stjórnvöld í Washingtonborg eru hvergi nærri hætt né ánægð með stöðu mála þrátt fyrir góðan árangur hingað til. Á sama tíma er ríkisstjórn Íslands upptekin af einhverri vitleysu. Er mest í því að verja hlutafé valdafólks í ferðaþjónustunni, til dæmis Bláa lónið, með því að greiða skrilljónir til fyrirtækja sem mokað hafa út arði til eiganda sinna á umliðnum árum. Einnig hefur opinber fjárfesting látið bíða eftir sér og atvinnuleysið vex á Íslandi. Einkavæðing Íslandsbanka er ekki mál dagsins heldur himinhátt atvinnuleysi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á Íslandi þá eru stjórnvöld föst í úreltri kenningu um öfugt samband atvinnuleysis og verðbólgu.

Samkvæmt forseta bandaríska þingsins í Washingtonborg Nancíar Pelosí á að klára nýjan örvunarpakka fyrir hagkerfið fyrir miðjan mánuðinn. Um er að ræða stærsta pakka í sögu landsins. Þar í landi eru menn þess minnugir að hafa gert of lítið í fjármálahruninu fyrir 12 árum. Afleiðingin var mikill og langdreginn slaki í hagkerfinu og viðvarandi hátt atvinnuleysi. Óhætt er að segja að stjórnvöld þar vestra séu með aðrar hugmyndir en íslensk stjórnvöld og Halldór Benjamín hjá Samtökunum í Borgartúninu. Aðilarnir eru fastir í viðjum úreltra hugmynda um að ríkið eigi að gera sem minnst til örva hagkerfið á hverjum tíma. Hagsmunir hluthafa eru efst á blaði hjá sérhagsmunastjórn Íslands.

Örvunarpakkinn á síðasta ári var myndarlegur í Bandaríkjunum, en nú á að bæta í þrátt fyrir að atvinnuleysi sé komið í 6,3 prósent. Stefnan er að ná atvinnuleysinu hratt undir 5 prósentin og síðan fljótlega undir 3 prósentin. Pakkinn mun væntanlega hljóða upp á 1,9 trilljón bandarískra dollara eða 247 þúsund milljarða króna. Núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi seðlabankastjóri Janet Yellen sagði á dögunum á fundi með Joe Biden forseta að kostnaður samfélagsins væri meiri ef of lítið yrði að gert og ódýrara væri að gera of mikið í þessum efnum. Á sama tíma sitjum við uppi með aðgerðarlítil stjórnvöld eins og hið mikla og vaxandi atvinnuleysi sannar. Á Íslandi þá eru stjórnvöld föst í úreltri kenningu um öfugt samband atvinnuleysis og verðbólgu. Í dag þá er kúrvan einfaldlega flatari enn sést hefur áður af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér.

Chuck Summer leiðtogi demókrata í öldungadeildinni hefur látið hafa eftir sér að fókusinn verði á að hækka áfram atvinnuleysislaun (borgaralaun) tímabundið og myndarlega. Einnig á að aðstoða fjölskyldur með lágar tekjur og skert vinnuhlutfall með beingreiðslum. Einnig hefur það verið nefnt að hækka lágmarks laun upp í 15 dollara heilt yfir eða upp í 2 þúsund krónur. Verum þess minnug að ódýrara er að flamfleyta sér þar vestra, en í verðbólguhagkerfi krónunnar.     


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: