- Advertisement -

Baneitraður kokteill

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

„Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðuneytið og er hin pólitíska ábyrgð á bankanum því hjá Vinstri grænum. Flokkurinn ræður ekki við verkefnið.“

Ég hef áður sagt að það voru stór hagstjórnarmistök hjá ríkisstjórn og Seðlabanka að taka krónuna ekki tímabundið af markaði þegar kóvít-19 reið yfir heimsbyggðina. Þarf því ekki að endurtaka með skýringum að veiking krónunnar stóð að baki stórum hluta verðbólgunnar á síðasta ári. Annað drífur hana áfram í dag eða eitraður kokteill sem hristur var saman upp í Svörtuloftum. 

Þegar Seðlabankinn var á fullu að lækka vexti þá var einnig ákveðið að losa um eiginfjárauka bankanna. Það jók lausafé í umferð sem hljóp hindrunarlaust inn á fasteignamarkaðinn. Það gleymdist aftur á móti að setja upp fjárgirðingar. Á sama tíma var hámark veðsetningarhlutfalls við íbúðarkaup óbreytt. Þessi kokteill sprengdi fasteignaverð upp. Er nú svo komið að verðhækkun fasteigna stendur að jafnaði undir helming verðbólgunnar samanber gulu súlurnar á myndinni. Bankinn örvæntir og er byrjaður að hækka vexti einn allra seðlabanka á vesturlöndum, jafnvel í allri veröldinni. Hann hefur jafnframt og loksins lækkað veðsetningarhlutfallið.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Forsætisráðherra sagði á dögunum orðrétt „Það hefur gengið gríðarlega vel að halda utan um peningastefnuna í gegnum þennan faraldur“. Þetta er sorgleg yfirlýsing hjá ráðherranum.

Þegar upp er staðið þá framleiddi Seðlabanki og ríkisstjórn helming verðbólgunnar sem ríkt hefur á landinu undanfarna sautján mánuði. Þessi bólguauki er um það bil jafn umfram verðbólgu sem ríkt hefur á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Sem dæmi þá er verðbólga á evrusvæðinu 1,9 prósent að jafnaði á meðan hún er 4,3 prósent á Íslandi. Svo ég nefni fáein lönd innan svæðisins þá er bólgan hæst 3,7 prósent í Eistlandi og lægst í Portúgal þar sem er verðhjöðnun upp á 0,6 prósent. Á Möltu mælast verðhækkanir 0,2 prósent og 1,6 prósent á Írlandi. Danmörk, sem festir sína krónu við evru, er  síðan með 1,7 prósent verðbólgu.   

Seðlabankastjóri neitar mistökum og reynir að þvo hendur sínar. Sakar sveitarfélög um skort á byggingarlóðum. Áburðurinn hefur verið hrakinn. Forsætisráðherra sagði á dögunum orðrétt „Það hefur gengið gríðarlega vel að halda utan um peningastefnuna í gegnum þennan faraldur“. Þetta er sorgleg yfirlýsing hjá ráðherranum. Hann skilur augljóslega ekki samhengi hlutanna. Rangar ákvarðanir stjórnvalda eru að kosta heimilin og atvinnulífið peninga. Samkeppnishæfnin minnkar. Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðuneytið og er hin pólitíska ábyrgð á bankanum því hjá Vinstri grænum. Flokkurinn ræður ekki við verkefnið. Tölurnar tala sínu máli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: