- Advertisement -

Bankaokur: „Þetta er auðvitað galið!“

Rammíslenskt bankaokur

„Það er þokkaleg álagning ef verslun kaupir inn mjólkurlítra á 100 kr. en selur á 522 kr. Slíkt væri flokkað sem okur. En hvað með vaxtamun bankanna? Eru bankarnir að okra á fyrirtækjum og einstaklingum?“

Þannig skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Ragnar skrifar: „Mismunur meðalvaxta bankanna á útlánum og innlánum er eftirfarandi:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Íslandsbanki 4,31% hagnaður fyrstu 6 mán. 9 milljarðar kr.
  • Landsbanki 3,93% hagnaður fyrstu 6 mán. 14,1 milljarður kr.
  • Arion banki 4,55% hagnaður fyrstu 6 mán. 13,9 milljarður kr.

Vegið meðaltal bankanna þriggja:

  • Meðalvextir innlána 1%
  • Meðalvextir útlána 5,22%
  • Vaxtamunur 4,22%.
  • Samtals hagnaður fyrstu 6 mán. 37 milljarðar kr.

Á tímum veirunnar hafa margar fjölskyldur og fyrirtæki lent í vandræðum, tímabundið, gengið á sparnað og jafnvel tekið yfirdráttarlán.

Á veltureikningum bankanna eru greiddir um 0,05% vextir, ef þú átt pening, en ef þú ferð yfir núllið, tekur yfirdrátt, eru vextir á bilinu 8,3% til 9%.

Þetta er auðvitað galið!

Einhver hefði haldið að bankarnir taki tillit til fordæmalausra aðstæðna í samfélaginu en því fer fjarri. Bankastjóri Landsbankans fylgir sínu uppgjöri úr hlaði í fréttatilkynningu með orðunum: „Góð rekstrarniðurstaða undanfarinna ára gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum betri kjör.“

En eru þetta í raun „betri kjör“ almenningi til handa?

Það mætti vel lækka vaxtamuninn um 1,25% prósentustig svo hann sé nær því sem gerist í nágrannalöndunum og með því mætti skila 40 milljörðum króna árlega til fyrirtækja og einstaklinga í landinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: