Fréttir

Bankar lána ekki en benda á milliliði

Verktakar neyðast til að fjármagna byggingar á nokkurskonar okurlánum.

By Miðjan

August 28, 2018

„Það er ekki alltaf sanngjarnt að benda á verktakana og kenna þeim um hátt íbúðarverð. Þar kemur fleira til,“ sagði starfandi stjórnandi í verktakafyrirtæki.

Hann segir viðskiptabankana ekki vilja lána verktakafyrirtækjum þar sem þau mörg hver eiga ekki nægt eigiðfé. „Bankarnir benda þeim á milliliði sem lána verktökunum á allt öðrum og hærri vöxtum en bankar taka. Þetta breytir kostnaði við byggingarnar svo um munar. Kannski eru þetta fimmtán til tuttugu þúsund krónur á hvern fermetra.“

Viððmælandinn er sannfærður um að milliliðirnir eigi ekki peninga sem þeir lána verktökunum. „Þeir hafa eflaust betra aðgengi að bönkum en verktakarnir.“