Greinar

Bankasala – illu heilli

By Ritstjórn

June 01, 2021

Jón Sigurðsson, sem er meðal annars fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og Seðlabankastjóri, er ósammála núverandi forystu flokksins. Jón er greinilega ekki sáttur við hversu deigur núverandi formaður Framsóknar er í samstarfinu við Sjálfstæðisflokks.

„Illu heilli ákváðu stjórn­ar­flokk­arn­ir á sín­um tíma að selja Íslands­banka einkaaðilum til rekstr­ar í hagnaðarskyni. Nú reyn­ir ríkið að koma bank­an­um í verð í sam­ræmi við þessa óheppi­legu ákvörðun. Hóp­ur ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækja hef­ur þetta verk­efni sér að féþúfu. Ekk­ert er ókeyp­is,“ skrifar Jón í Moggann í dag.

„En þetta breyt­ir hinu ekki að það er spill­ing­ar­vaki að rík­is­valdið fari með yf­ir­ráð yfir banka. Stjórn­mál og banka­starf­semi bland­ast mjög illa, eins og dæm­in sanna. Ríkið þarf að losa tengsl­in, en ekki með þess­um hætti. Og von­andi reyn­ist þetta þó far­sælla en síðast þegar selt var.“

Jón heldur áfram: „Það er bein­lín­is vafa­samt að er­lend­ir arðsæknir kaupa­héðnar eign­ist ráðandi hlut í ís­lensk­um kerf­is­mik­il­væg­um banka. Það er líka stór­hættu­legt, og reynsla sýn­ir það, að líf­eyr­is­sjóðirn­ir taki áhættu af banka­rekstri á sig. Ekki er það síður óæski­legt að for­ráðamenn stór­fyr­ir­tækja nái frekjutaki á kerf­is­mik­il­væg­um banka.

Æskileg­ast er að kerf­is­mik­il­væg­ir bank­ar, sem eiga meðal ann­ars að þjóna al­menn­ingi, séu sjálf­seign­ar­stofn­an­ir sem vinna að arðsókn­ar­lausri al­mannaþjón­ustu. Til henn­ar telj­ast spari­sjóðsþjón­usta og ýms­ar sparnaðarleiðir, lánaþarf­ir fjöl­skyldna og ein­stak­linga, fyr­ir­greiðsla við íbúðakaup og bíla­kaup, jafn­vel lán vegna náms­kostnaðar, og fleira slíkt.

Ef það er mik­il­vægt í þessu máli að rík­is­sjóður nái greiðslum til sín eru marg­ar leiðir fær­ar til slíks.

Marg­ar leiðir eru líka fær­ar við ákvörðun um stjórn­skip­an slíkra banka. Ýmis sam­fé­lag­söfl koma til greina við skip­un full­trúaráðs, ásamt Alþingi og sveit­ar­fé­lög­um, og líka við kjör stjórn­ar. Miklu skipt­ir að eig­in ábyrgð sé al­veg skýr og full­trú­ar séu óháðir í af­stöðu og ákvörðunum.

Bank­arn­ir geta síðan átt og rekið sér­stök dótt­ur­hluta­fé­lög um áhættu­starf­semi, fjár­fest­ing­ar- og einka­bankaþjón­ustu, verðbréf, ný­sköp­un, fyr­ir­tækjaþjón­ustu, alþjóðasam­skipti, gjald­eyrisviðskipti og önn­ur slík verk­efni. Vel kem­ur til greina að fjár­fest­ar geti komið þar að máli með bönk­un­um.

Verði fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar að veru­leika, – sem von­andi verður ekki –, verður Alþingi sem allra fyrst að setja sér­stök lög til að verja (e. ring-fence) al­mannaþjón­ust­una og aðgreina hana frá öðrum þátt­um í starf­semi bank­anna.

Reynsl­an hef­ur kennt þjóðinni að þetta er al­veg nauðsyn­legt.“