- Advertisement -

Bankasölumálið: Sjálfstæðisflokkurinn bæði þversum og langsum

Ég hef ít­rekað haldið því fram…

Svo virðist sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins tali bæði þversum og langsum í bankasölumálinu. Hið minnsta tveir þingmanna flokksins tala fyrir því allur almenningur eignist hlut í Íslandsbanka meðan formaður flokksins, og ríkjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, gerir alls ekki ráð fyrir að sú leið verði ofan á. Því er spurt, er þessi mikli meiningamunur að skaða flokkinn?

Áður hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í tveimur fylkingum, langsum og þversum. Það var reyndar Sjálfstæðisflokkurinn gamli. Sigríður Á. Andersen hefur talað fyrir að leysa Íslandsbanka upp og nú gerir Óli Björn Kárason það í nýrri Moggagrein.

„Næsta skref – skref tvö – við að draga ríkið hægt og bít­andi út úr aðal­hlut­verki á fjár­mála­markaði er ekki flókið. Af­henda á öll­um Íslend­ing­um allt að 15% eign­ar­hlut í Íslands­banka. Þetta skref er hægt að stíga í upp­hafi kom­andi árs. Með því er ýtt und­ir þátt­töku al­menn­ings á hluta­bréfa­markaði og fleiri stoðum er skotið und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga og fjöl­skyldna þeirra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eitt er víst.

Ég hef ít­rekað haldið því fram að það sé bæði eðli­legt og sann­gjarnt að al­menn­ing­ur fái að njóta með bein­um hætti þess virðis­auka sem hef­ur mynd­ast inn­an veggja bank­anna frá end­ur­reisn þeirra. Til þess er eng­in leið betri en að ríkið af­hendi hverj­um og ein­um hluta­bréf í bönk­un­um. Svig­rúmið var myndað með vel heppnuðu upp­gjöri þrota­búa gömlu bank­anna, stöðug­leika­samn­ing­um og sölu rík­is­ins á 13% hlut í Arion banka árið 2018.“

Ef þetta gengi eftir telur Óli Björn allar leiðir færar og skrifar:

„Þriðja skrefið er að rík­is­sjóður selji hægt og bít­andi, eft­ir því sem aðstæður leyfa, í gegn­um hluta­bréfa­markaðinn 15-20% hluta­fjár í Íslands­banka.

Fjórða skrefið er skrán­ing hluta­bréf­anna á er­lend­an verðbréfa­markað og í fram­hald­inu alþjóðlegt útboð á allt að 30% eign­ar­hlut.“

Óli endar með gamaldags hræðsluáróðri:

„Eitt er víst. Rík­is­hyggj­an mun aldrei ná að fylgja örri alþjóðlegri þróun í fjár­tækni, held­ur sitja eft­ir. Og mun ekki frek­ar en snig­ill­inn eða skjald­bak­an tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins og þar með at­vinnu­lífs­ins í ná­inni framtíð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: