- Advertisement -

Banki í vanda og eltir eigin hala

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Orsakanna er ekki að finna í meiri verðbólgu á Íslandi heldur fyrst og fremst í misgjörðum Seðlabanka Íslands, ótrúverðugri krónu og tveimur röngum ákvörðunum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Ítrekaðar vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands að undanförnu eiga sér ekki hliðstæðu í hinum vestræna heimi. Aðrar þjóðir hafa haldið vöxtum óbreyttum nema Nýja Sjáland sem tók nýlega mjög varfærið skref upp á við í fyrsta sinn síðan haustið 2014. Dönsku og sænsku seðlabankarnir hafa ekki séð ástæðu til að fara með vexti upp fyrir núllið í áraraðir og sá evrópski hefur ekki farið yfir 0,25 prósentin í mörg ár. Þannig hefur þetta verið víða nema á Íslandi.

Ísland sker sig úr og myndin sem fylgir sýnir hvernig íslenskir stýrivextir eru aftur teknir til við að turna aðrar þjóðir. Orsakanna er ekki að finna í meiri verðbólgu á Íslandi heldur fyrst og fremst í misgjörðum Seðlabanka Íslands, ótrúverðugri krónu og tveimur röngum ákvörðunum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ég hef áður fjallað um þessi efnisatriði og tel óþarft að rifja þau upp að sinni. Aðalatriðið er að skuldarar á Íslandi búa við verri fjárhagskjör og meiri áhættu en nágrannar okkar. Þetta má laga með einfaldri ákvörðun. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: