Fréttir

Bankinn má taka allt til sín

By Miðjan

April 22, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Tvennt athygli vert í þessu: Maður sem stelur 54 m.kr. fær skilorðsbundið fangelsi, þarf ekki að setja af sér. Það má bera það saman við dóma fólks sem stolið hefur lambalæri eða brauðhleif út í búð, því er stungið í steinninn. Annað: Nú eru margir framkvæmdastjórar sem standa frammi fyrir núll tekjum og horfa fram á rekstrarstöðvun, eiga ekki fyrir virðisaukanum og staðgreiðslunni nema í útistandandi kröfum, sem fást ekki greiddar vegna þess að þau sem skulda þær hafa heldur ekki tekjur og þær sem fást greiddar tekur bankinn upp í að greiða niður samning um kröfukaup. Bankinn má taka allt til sín, þarf ekki að skila virðisaukanum af þessum reikningum. Svo verður framkvæmdastjórinn dæmdur fyrir að hafa dregið sér fé.