- Advertisement -

Barnalegar deilur útkljáðar

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Samdrátturinn á sér stað samhliða aðgerðum Seðlabanka sem juku útlánagetu bankakerfisins um 350 milljarða króna í upphafi kóvit-19.

Þráttað er um í fjölmiðlum hvort bankar hafi haldið að sér höndum við lánveitingar til nýbygginga á umliðnum misserum. Hver höndin er uppi á móti annarri. Því er best að láta opinberar tölur leiða málið til lykta. Myndin sýnir að ný útlán banka að frádregnu uppgreiðslum eldri lána hafa verið á markvissri niðurleið eins og svarta örin undirstrikar. Það er þó ekki sanngjarnt að kenna eingöngu bönkunum um hrun lánveitinga sem hófst snemma árs 2019.

Ef blaðafyrirsagnir frá árinu 2018 og 2019 eru skoðaðar þá má finna blaðsíðubreiðar yfirlýsingar eins og „Offramboð af íbúðum“ eða þessa „Hafa áhyggjur af offramboði íbúða“ og þessa „Telja hættu á offramboði nýrra íbúða“. Síðan segir í Hagsjá Landsbankans „Verður byggt allt of mikið, einu sinni enn?“. Á tímabili myndarinnar þá voru nettó nýlán til nýbygginga að jafnaði 133 milljónir króna á mánuði. Það er nálægt því að vera ekkert miðað við stærð hagkerfisins. Samdrátturinn á sér stað samhliða aðgerðum Seðlabanka sem juku útlánagetu bankakerfisins um 350 milljarða króna í upphafi kóvit-19.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eigendur stórra einkalóða á höfuðborgarsvæðinu hafa haldið að sér höndum þrátt fyrir að búið sé að deiliskipuleggja. Endurspeglast það í miklum endurgreiðslum byggingarlána samanber þegar línan liggur undir núll ásnum. Uppgreiðslan margfaldast á kóvit-19 tímum enda lagðist fordæmalaus óvissa ofan á áhyggjur um offramboð.

Allt tal um að lóðaskortur í Reykjavík hafi valdið þróuninni er úr lausu lofti gripið. Samkvæmt mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) þá er þörf fyrir 1.900 íbúðir að meðaltali á ári á landinu öllu fram til ársins 2040. Óuppfyllt íbúðaþörf í upphafi þessa árs nam síðan 3.950 íbúðum. Bara í Reykjavík þá hafa 1.167 nýjar íbúðir komið inn á markaðinn á þessu ári miðað við 1. október og tæplega 2.700 íbúðir voru í byggingu. Síðan eru yfir 3.100 íbúðir á samþykktu deiliskipulagi í borginni. Um 36 prósent landsmanna býr í Reykjavík og borgin ein og sér er samt með getu til að uppfylla 98 prósent af íbúðaþörf landsins á næstu mánuðum.    


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: