Fréttir

Bergþór kemur Gísla Marteini til varnar: „Það er bara della“

By Ritstjórn

May 04, 2022

Tónlistarmaðurinn, dansarinn og skemmtikrafturinn Bergþór Pálsson hefur greinilega fengið nóg af þeirri umræðu í þjóðfélaginu að það séu alltaf sömu gestirnir sem fengnir eru í spjall hjá sjónvarpsstjörnunni Gísla Marteini Baldurssyni á föstudagskvöldum. Bergþór kemur Gísla til varnar í færslu á Facebook:

„Það var verið að sýna brot úr þáttum vetrarins af Vikunni. Ég hef svo oft lesið á facebook að Gísli Marteinn sé alltaf með sama fólkið í þáttunum. Það er bara della,“ segir Bergþór ákveðinn.

Fjölmargir blanda sér í umræðuna undir þræði Bergþórs. Flestir tjá sig með jákvæðum hætti um þátt Gísla á meðan aðrir segjast varla geta horft á þáttinn. Aðalheiður er ein þeirra jákvæðu. „ Mér er nákvæmlega sama hvað fólk segir. Mér finnast þættirnir alltaf skemmtilegir og einlægir. Gísli er þannig persónuleiki að það virðast allir vera afslappaðir í kringum hann,“ segir Aðalheiður.

Eiríkur Jónsson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, tjáir líka skoðun sína á gestaganginum í Vikunni með Gísla. „ að er oftast fólkið í sófanum sem ræður úrslitum um gæði þáttanna, – ef þar situr fólk sem hefur eitthvað gott fram að færa eru þættirnir bara ágætir,“ segir Eiríkur.

Sigríður nokkur virðist ekki mjög hrifin. „Ógeðslega montinn og leiðinlegur stjornandi. Slekk núorðið,“ segir hún. Og Hörður er heldur ekki ánægður. „GM fer í fínustu taugar margra sem ég þekki og þeir/þær slökkva á sjónvarpinu þegar þáttur hans byrjar. Ég hef fullan skilning á því,“ segir Hörður.